|
Kosningaskjálftinn segir til sínfimmtudagur, 12. október 2006
|
Kosningaskjálftinn segir til sín.Ríkisstjórnin dregur nú fram hvert málið á fætur öðru, sem hentar vel að flagga rétt fyrir kosningar.Eins og Ólafur Ólafsson formaður Landssambands eldri borgara (LEB) hefur bent á vill ríkisstjórnin aðeins tala við eldri borgara á 4ra ára fresti, þ.e. rétt fyrir kosningar. Í samræmi við það skammtaði ríkisstjórnin í sumar eldri borgurum einhverri hungurlús, sem fyrst og fremst gagnaðist aðeins 400 ellilífeyrisþegum Eftir það sögðu ráðherrar, að búið væri að leysa málefni eldri borgara. Ólafur Ólafsson formaður LEB er þó á annarri skoðun. Og nú kemur ríkisstjórnin með útspil í verðlagningu matvæla, sem þó á ekki að taka gildi fyrr en 1.mars n.k. Merkilegt, að ríkisstjórnin láti ekki málið taka gildi daginn fyrir kosninga! En það er augljós kosningalykt af þessu. Ríkisstjórnin hefur haft 11 ½ ár til þess að lækka matarverð en hefur alltaf neitað því allan þann tíma. Rannveig Guðmundsdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar, hefur flutt tillögur um lækkun matvælaverðs á hverju ári undanfarin 4 ár en ríkisstjórnin hefur lítið viljað gera með þær. Nú fyrir skömmu flutti Samfylkingin mjög ítarlegar og vandaðar tillögur um að lækka matarreikning heimilanna um 200 þúsund á ári. Lækka átti virðisaukaskatt, vörugjöld og tolla. Þegar þessar tillögur komu fram rak ríkisstjórnin upp mikið öskur og fordæmdi tillögurnar og taldi þær árás á bændur. Landbúnaðarráðherra tók harða afstöðu gegn tillögunum. Geir Haarde forsætisráðherra hafði einnig verið mjög neikvæður gagnvart lækkun virðisaukaskatts og taldi, að slík lækkun mundi ekki skila sér til neytenda. Framkvæmdsastjóri bændasamtakanna réðist með óbótaskömmum að formanni Samfylkingarinnar vegna tillagnanna og taldi þær árás á bændur. Nú kemur ríkisstjórnin með tillögur sem ganga í sömu átt enda þótt þær gangi ekki eins langt og tillögur
Samfylkingarinnar. Tillögur ríkisstjórnarinnar lækka matarreikninginn um 120 þúsund á ári eða aðeins rúman helming af tillögum Samfylkingarinnar. Ljóst er, að vegna þrýstings Samfylkingarinnar hefur ríkisstjórnin látið undan síga og talið sig nauðbeygða að flytja tillögur um lækkun matvælaverðs. En tillögur ríkisstjórnarinnar ganga ekki nærri nógu langt. Matvælaverð er í dag 40% hærra hér en matvælaverð í löndum Evrópusambandsins. Þó verðið lækki um 16% eins og ríkisstjórnin segir er matvælaverð hér eftir sem áður allt of hátt
Björgvin Guðmundsson
Birt í Fréttablaðinu 23.nóvember 2006
Birt í Morgunblaðinu 31.oktober 2006 | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|