f dag er 1.júlí.Nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar á að skila áliti um framfærsluviðmið lífeyrisþega í dag. Það er að vísu furðulegt, að sérstök nefnd á vegum félags-og tryggingamálaráðherra skuli eiga að semja þetta viðmið þegar til eru í landinu tvær ríkisstofnanir,sem hafa rannsakað framfærslukostnað og neysluútgjöld landsmanna.Hér á ég við Neytendastofu og Hagstofu Íslands. Neytendastofa hefur kannað framfærsluviðmið og Hagstofan kannar reglulega neysluútgjöld landsmanna.Ég tel eðlilegast að miða við neyslukönnun Hagstofunnar, þegar neysluviðmið lífeyrisþega er ákveðið..Í nefnd ráðuneytisins um mál þetta sitja ýmrir embættismenn og fulltrúar aðila vinnumarkaðarins en ekki fulltrúar samtaka aldraðra eða öryrkja! Aðilar vinnumarkaðarins vilja halda framfærsluviðmiði aldraðra og öryrkja niðri svo að unnt sé að halda lífeyri þeirra niðri.Það kann að hljóma undarlega en þannig er það samt.Þessir aðilar vilja að vísu, að lífeyrir aldraðra og öryrkja sé ekki lægri en lágmarkslaun verkafólfs, jafnvel aðeins hærri en þeir hafa ekki áhuga á því, að lífeyrir eftirlaunamanna sé rúmur og verulega hærri en lágmarkslaun.. Haustið 2007 lagði ASÍ til, að framfærsluviðmið aldraðra væri 150 þús. á á mánuði eða langt undir meðaltalsneysluútgjöldum Hagstofu Íslands.Að mínu mati er ekki sjálfgefið að miða lífeyri aldraðra við lágmarkslaun verkafólks. Lífeyrir aldraðra á að vera það hár,að aldraðir geti lifað með reisn.Aldraðir eru að sjálfsögðu úr öllum þjóðfélagshópum.og því er eðlilegt að lífeyrir aldraðra taki mið af því en ekki lægstu kauptöxtumr, sem enginn er á í dag.
Viðmiðið ætti að vera 226 þús.kr.
Í dag eru meðaltals neysluútgjöld einhleypinga samkvæmt könnun Hagstofu Íslands 226 þús kr. á mánuði ( des, 2007) Það er fyrir utan skatta.Þegar sköttum hefur verið bætt við neysluútgjöldin verður talan rúmar 300 þús. kr. á mánuði.Það þykja ekki há laun í dag. Það er þvi engin ofrausn að ákveða lífeyri aldraðra 226 þús.kr. á mánuði,þ.e. hjá þeim,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum...Ég geri ekki ráð fyrir því, að menn vilja i láta lífeyrinn taka til skatta einnig.Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefði 50 þús. kr á mánuði úr lífeyrissjóði fengi 25 þús. á mánuði meira í lífeyri en sá,sem ekki er í lífeyrissjóði.Vegna skerðinga tryggingabóta héldi hann ekki nema helmingnum af þessum 50 þús. kr. Vegna skerðinga tryggingabóta breytir ekki mjög miklu fyrir lífeyrisþega hvort hann hefur 50-100 þús.
á mánuði úr lífeyrissjóði. Skattar og skerðingar taka mikinn hluta af þessum fjárhæðum til baka.Það er .því ekki stór munur á kjörum þeirra eldri borgara,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum og þeirra sem hafa lágar greiðslur úr lífeyrissjóði.
Hafa 136 þús kr. í dag
Í dag er lífeyrir aldraðra einhleyinga frá Tryggingastofnun tæpar 136 þús á mánuði fyrir skatta eða 121 þús.á mánuði eftir skatta.Hér er átt við þá,sem ekki hafa neinar tekjur aðrar en bætur almannatryggnga.Samfylkingin lýsti því yfir fyrir síðustu þingkosningar,að hún mundi beita sér fyrir því,að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður í sem svarar neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofu Íslands,þ.e. í 226 þús kr. á mánuði fyriir einhleypinga. Þetta yrði gert í áföngum..Ég sé ekki hvers vegna er verið að leggja þetta mál í hendur á nefnd embættismanna og aðila vinnumarkaðaris.Ef Samfylkingin vill efna þetta kosningaloforð sitt við aldraða á ráðherra Samfylkingarinnar,sem fer með málaflokkinn, að efna það en ekki að skjóta sér á bak við einhverja nefnd eins og algengt er að ráðherrar geri.Samfylkingin verður að efna þetta kosningaloforð sitt.Hún komst til valda.m.a. og ef til vill fyrst og fremst vegna þessa loforðs. Þess vegna þýðir ekkert fyriir Samfylkinguna að skjóta sér á bak við embættismenn og fulltrúa vinnumarkaðarins.Þeir gáfu kjósendum engin loforð.Ef hins vegar það strandar á Sjálfstæðisflokknum að koma þessu kosningaloforði við aldraða í framkvæmd þá þarf að segja kjósendum frá .því. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hindrar framkvæmd á því máli,sem átti stærsta þáttinn í því að koma Samfylkingunni til valda, þá er rökrétt að Samfylkingin slíti stjórnarsamstarfinu.
Ég á ekki von á,að endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga leggi til miklar hækkanir á lífeyri aldraðra i dag. Ef til vill leggur nefndin til,að lífeyrir aldraðra hækki um 15-25 þús kr. á mánuði hjá einhleypingum,þ.e. fari í 151 - 161 þús. kr. á mánuði.Það er ekki mikil hækkun.Í besta falli mætti hugsa sér að tillaga yrði gerð um 170 þús á mánuði,fyrir skatta hjá einhleypingum. Þessar tölur eru allar langt undir meðaltalneysluútgjöldum Hagstofunnar,sem eru 226 þús. kr. Félags-og tryggingamálaráðherra getur að vísu gert aðrar og hærri tillögur.Hún er ekki bundin af tillögum nefndarinnar. Hún er bundin af kosningaloforðum Samfylkngarinnar.Það er það eina sem hún er bundin af.
Ritað 1.júlí 2008
Björgvin Guðmundsson
Birt í Morgunblaðinu 14.júlí 2008 |