Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Svíkja kjarasamninga við verkalýðsfélagið Haka.Í kjölfar svikanna við Öryrkjabandalagið

laugardagur, 6. desember 2003

  

 

 Hinn 1.desember sl. átti að  koma til framkvæmda 5 % kauphækkun,sem verkalýðsfélagið  Haki samdi um við vinnuveitendur fyrr á árinu. Vinnuveitendur ákváðu samkvæmt tilmælum ríkisstjórnarinnar,að láta aðeins 3 % kauphækkun koma til framkvæmda nú vegna hættu á þenslu í efnahagslífinu. Var þessu mótmælt harðlega af Haka,sem taldi um hrein svik að ræða.

 

Framangreint er að sjálfsögðu tilbúningur. Verkalýðsfélagið Haki  er ekki til. En þetta er sambærilegt og átt hefur sér stað varðandi samkomulag Öryrkjabandalags Íslands og  ríkisstjórnarinnar.En ef atvinnurekendur og ríkisstjórn reyndu að svíkja kjarasamning við verkalýðsfélögin mætti búast við uppreisn í landinu.

 

Er í lagi að svíkja öryrkja?

 

 Það er rétt sem Helgi Hjörvar,þingmaður Samfylkingarinnar,  sagði á alþingi ,að samkomulag öryrkja við heilbrigðisráðherra í mars sl. er kjarasamningur  eins og kjarasamningar verkalýðsfélaga við atvinnurkendur.Það má ekki svíkja samninginn við öryrkja,ekki fremur en kjarasamning við verkalýðsfélög.Það liggur ekki alltaf ljóst fyrir hvað kjarasamningar við launþega kosta.  Það liggur hins vegar alltaf ljóst fyrir hvað samið er um. Og það lá einnig ljóst fyrir  í mars sl. hvað öryrkjar og heilbrigðisráðherra sömdu um. Þeir sömdu um tvöföldun á grunnlífeyri  þeirra,sem verða öryrkjar 18 ára,minni hækkun fyrir þá,sem urðu öryrkjar 19 ára  og svo koll af kolli þar til 67 ára aldri væri náð. Það var alveg fastákveðið hvað hver aldurshópur átti að fá í hækkun á grunnlífeyri. 35 ára öryrkjar áttu að hækka  í 34 þús kr. á mánuði ( grunnlífeyrir).Og þeir öryrkjar,sem voru 49 ára og eldri áttu að hækka í  28 þús kr. á mánuði ( grunnlífeyrir). Það var alveg ákveðið hvað hver aldurshópur átti að fá mikla hækkun. Þar fór ekkert á milli mála á milli þeirra Garðars Sverrissonar,formanns Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra,Jóns Kristjánssonar. Það lá hins vegar ekki alveg fyrir hjá þeim félögum hvað þetta mundi kosta. Að vísu vissi Tryggingastofnun ríkisins allt um það. Hún hafði reiknað það út þegar í febrúar sl.

En hvers vegna er þá þessi  “misskilningur” uppi nú í málinu? Hvers vegna er deilt um það hvað hafi verið samið um?

 

Það var valtað yfir Jón

 

 Jón Kristjánsson ætlaði í fyrstu að reyna að efna samkomulagið að  fullu og bað um meiri peninga en þá fjárhæð,sem sett hafði verið inn í fjárlagafrumvarpið. Hann vildi fá 500 millj. kr. í viðbót við þann milljarð sem var í frv. En hann fékk   þvert nei. Og það var valtað yfir hann.Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki láta meira í málið. Og í stað þess að segja sannleikann við þingið og öryrkja þá valdi  Jón Kristjánsson þá leið að segja,að hann væri að efna samkomulagið að fullu með því að  framkvæma 2/3 af því og láta 1 milljarð í framkvæmdina,þegar hún kostar  1 ½ milljarð. Hér varð Jóni alvarlega á í messunni,þar eð hann hefur fram að þessu verið talinn heiðarlegur stjórnmálamaður. En nú fór hann út á þá braut sem margir aðrir stjórnmálmenn hafa valið sér,að hártoga og rangtúlka,það sem lá í rauninni alveg ljóst fyrir. Það er ömurlegt að hlusta á  stjórnarliða  flytja röksemdir í málinu svo sem þegar þeir segja,að þetta séu mestu kjarabætur,sem öryrkjar hafi fengið  og hvers vegna þeir séu þá að kvarta . Og hvort menn haldi eða trúi því,að Jón Kristjánsson,þessi góði maður,fari með ósannindi! Það mundi ekki þýða fyrir atvinnurekendur að segja við Eflingu eða Flóabandalagið eftir að góður kjarasamningur hefði verið gerður,að  launþegar í þessum félögum fengju ekki nema hluta þeirra kjarabóta,sem samið hefði verið um,þar eð eftir sem áður fengju þeir meira en nokkru sinni fyrr! Það eru engin rök í öryrkjamálinu að segja,að þeir séu að fá meiri kjarabætur en áður. Samningar eiga að standa. Orð skulu standa.

 

Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn