Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Aðstandendur aldraðra vilja aðgerðir strax

laugardagur, 11. nóvember 2006

Afa- samtökin,félag aðstandenda aldraðra, héldu blaðamannafund í vikunni  um ástandið í vistunarmálum aldraðra. Gagnrýndu þau harðlega “útspil” heilbrigðisráðherra en ráðherrann tilkynnti með miklum áróðursbrag fyrir skömmu , að verja ætti 1,3 milljörðum í byggingu hjúkrunarheimila næstu 4 árin.Bentu samtökin á, að ríkið hefðu tekið nær 3 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra og notað í rekstur. Þessi fjárhæð,1.3 milljarðar,er því aðeins brot þeirrar fjárhæðar.  

 

Ófremdarástand ríkir

 

AFA samtökin krefjast þess, að 3 milljörðunum verði skilað að fullu..

Samtökin sögðu á blaðamannafundinum, að algert ófremdarástand ríkti í hjúkrunar-og vistunarmálum aldraðra. Biðlistar væru langar eftir rými og margir aldraðir  þyrftu að vera í hverju herbergi. Í Danmörku  þekkist ekki, að fleiri en einn sé í herbergi á hjúkrunarheimilum. Ísland er mörgum áratugum á eftir Danmörku í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Afa samtökin krefjast þess, að aðgerðir til úrbóta verði gerðar strax en ekki eftir mörg ár eins og stjórnvöld boða.

 

Sif talar um misskilning

 

Afa-samtökin hafa m.a. sagt,að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess að ákveða þær aðgerðir sem hún hafi boðað í hjúkrunar-og vistunarmálum aldraðra.

Heilbrigðisráðherra,Sif Friðleifsdóttir, segir,að um misskilning sé að ræða hjá Afa- samtökunum. Aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við samkomulag ríkisins og Landssambands eldri borgara frá í sumar.Hér gæti verið  um misskilning að ræða hjá ráðherranum. Landssamband eldri borgara hefur ekkert umboð til þess að semja fyrir hönd allra eldri borgara um málefni þeirra. Samkomulagið eða yfirlýsingin frá í sumar hefur lítið gildi. Fulltrúar Landssambandsins voru þvingaðir með hótunum til þess að skrifa undir það. Landssambandið telur þar  aðeins um fyrsta skref að ræða á langri braut og hefur þegar samþykkt nýjar kröfur á hendur  ríkinu.

Tekið skal undir kröfur Afa-samtakanna. Það verður að gera aðgerðir strax. Það dugar ekkert margra ára “plan” í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 20.nóvember 2006

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn