|
Hefur Framsókn yfirgefið stefnu sína?sunnudagur, 4. júní 2006
|
Hvers vegna myndaði borgarfulltrúi Framsóknar ekki meirihluta með andstöðuflokkum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn? Voru það fyrirmæli ofan frá,að Framsókn ætti að vinna með íhaldinu?
Þegar R-listasamstarfið rofnaði, sögðu margir fulltrúar R-listans, að R-listaflokkarnir gætu unnið saman og myndað meirihluta enda þótt R-listinn byði ekki fram saman.Hvers vegna var ekki látið reyna á það til fulls? Var kippt í spotta af forustumönnum stjórnarflokkanna? Líklegt er, að svo hafi verið. Það tók aðeins 1 klukkutíma fyrir íhald og framsókn að mynda meirihluta og engu líkara en það hafi áður verið búið að ákveða slíkan meirihluta fyrirfram.
Vilji er allt sem þarf
Gunnar Thoroddsen sagði einhvern tímann,þegar hann ræddi stjórnmál: Vilji er allt sem þarf.(Hann var hér að vitna í Einar Benediktsson skáld). Og þetta eru orð að sönnu. Þegar vinstri flokkarnir mynduðu meirihluta í borgarstjórn 1978 vissu þeir allir hvað þeir vildu.Þeir vildu mynda nýjan meirihluta og koma íhaldinu frá völdum.Allir flokkarnir voru samstíga. Framsókn var jafn áfram um að koma íhaldinu frá völdum eins og hinum vinstri flokkunum. Það hvarflaði ekki að neinum vinstri flokkanna að mynda stjórn með íhaldinu.Það er sama hvað íhaldið hefði boðið. Því hefði verið vísað á bug. Það hjálpaði mjög til,að vinstri flokkarnir höfðu þróað með sér samstarf áður en þeir náðu meirihlutanum. Þeir fluttu sameiginlegar breytingatillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlana og komu fram sem einn flokkur. Þegar meirihlutinn var myndaður 1978 gekk ekki hnífurinn á milli vinstri flokkanna. Hvers vegna var framsókn gerbreytt 2006 frá því sem verið hafði 1978? Var það stjórnarsamvinnan með íhaldinu,sem hafði breytt framsókn? Er hér ef til vill að finna skýringuna á fylgistapi framsóknar? Hefur framsókn yfirgefið stefnu sína og tekið upp íhaldsstefnu í staðinn? Það er sennilegasta skýringin á lánleysi framsóknar. Það er ekki nóg að komast í meirihluta í einhverjum sveitarstjórnum, ef fylgið hverfur frá framsókn og fólkið treystir ekki flokknum.
Björgvin Guðmundsson | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|