Hver er niðurstaðan af miklum umræðum um kaup á notaðri Grímseyjarferju og endurnýjun hennar? Niðurstaðan er þessi: Kostnaður hefur farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlun og fram úr heimild alþingis. Fyrrverandi samgönuráðherra, Sturla Böðvarsson, ber ábyrgð á öllu málinu og þar á meðal á óheimilum greiðslum úr ríkissjóði til ferjunnar.
Ónógur undirbúningur
Ríkisendurskoðun hefur skilað skýrslu um mál þetta og gagnrýnir þar harðlega óheimilar fjárveitingar upp á mörg hundruð milljónir til viðgerða og kaupa á ferjunni.Ríkisndurskoðun gagnrýnir sérstaklega ónógan undirbúning að kaupum ferjunnar. Telur ríkisendurskoðun að undirbúningi hafi verið verulega ábótavant.Siglingamálastofnun vildi að mun ítarlegri athugun færi fram á ferjunni en ekki var farið eftir þeirri ábendingu..Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu, að mun ódýrara og skynsamlegra hefði verið að gera við gömlu ferjuna í stað þess að
Fjármálaráðherra verður að lúta alþingi
Bent hefur verið á það í umræðum um málið, að fjármálaráðherra hafi samþykkt að greiða mætti stórar fjárhæðir úr ríkissjóði umfram fjárlagaheimildir.Hafi þar verið um að ræða að nýta vannýttar fjárheimildir Vegagerðarinnar og að túlka rúmt heimild alþingis til þess að selja gömlu Grímseyjarferjuna og kaupa aðra notaða í staðinn. Fjármálaráðherra, þó valdamikill sé, hefur enga heimild til þesss að heimila fjárrveitingar úr ríkissjóði
umfram heimild alþingis.Samkvæmt stjórnarskránni má ekki ráðstafa neinum fjármunum úr ríkissjóði
án heimildar alþingis.
Ekki búið að selja gömlu ferjuna
Ríkisendurskoðandi bendir á, að ekki sé einu sinni búið að selja gömlu ferjuna enn. En auk þess fást aðeins langt innan við 100 milljónir fyrir hana.Eyðslan vegna notuðu ferjunnar, sem keypt var og vegna viðgerðar á henni, er komin yfir 500 millj. Kr.
Hvað verður gert í þessu máli? Verða þeir sem bera ábyrgðina látnir sæta ábyrgð? Fyrrum samgönguráðherra er ekki lengur í því embætti og því er ekki unnt að vikja honum úr starfi. Hann er nú forseti alþingis.Hann ætti að segja því embætti af sér vegna máls þessa.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Morgunblaðinu 30.september 2007
|