Það hefur vakið athygli almennings,að Morgunblaðið birti áramótagrein Davíðs Oddsonar í miðopnu blaðsins eins og venja var á meðan hann var forsætisráðherra en setti áramótagrein forsætisráðherra á óæðri stað í blaðinu,þar sem mun minna bar á greininni en grein Davíðs. Pétur Gunnarsson framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins gagnrýnir þetta athæfi Mbl. harðlega á vefsíðunni Tíminn.Segir Pétur,að þetta leiði í ljós,að Morgunblaðið sé fyrst og fremst málgagn Sjálfstæðisflokksins.
Ágreiningur milli stjórnarflokkanna
Þetta mál leiðir í ljós,að það er einhver spenna í gangi milli stjórnarflokkanna,einhver ágreiningur. Við því var alltaf búist,að Sjálfstæðismenn yrðu ekkert ánægðir með það að Framsóknarflokkurinn fengi forsætisráðherrastólinn. Þetta veldur miklum pirringi í Sjálfstæðisflokknum,ekki síst vegna þess,að fylgi Framsóknarflokksins er nú mjög lítið samkvæmt skoðanakönnunum eða aðeins í kringum 10%.Er búist við því að spenna og ágreiningur milli stjórnarflokkanna muni aukast og er ólíklegt að stjórnarasamstarfið endist út kjörtímabilið.
Davíð ræður öllu
Þó er það svo,að enn ræður Davíð öllu í stjórnarasamstarfinu.Halldór er aðeins málamynda forsætisráðherra,aðeins fundarstjóri í ríkisstjórninni. En þó svo sé pirrar það samt marga Sjálfstæðismenn. Þeim finnst óeðlilegt,að svo lítill flokkur sem Framsókn er hafi forsætisráðherra í samstjórn með svo stórum flokki sem Sjálfstæðisflokknum. Ljóst er,að Morgunblaðið endurspeglar óánægju Sjálfstæðisflokksins og reynir að rétta málin af með því að hampa Davíð eins og hann sé enn forsætisráðherra.
|