|
Veiðiheimildirnar fari á frjálsan uppboðsmarkaðfimmtudagur, 8. mars 2012
| Enn er eftir að afgreiða á alþingi annað frumvarpið um sjávarútvegsmál.Aðeins tókst að afgreiða frumvarpið um veiðigjaldið fyrir sumarleyfi og stjórnarflokkarnir þurftu að lækka veiðigjaldið mikið eða ofan í 13 milljarða til þess að koma því í gegn. Veiðigjaldið er eftir þá breytingu orðið of lágt. Samt lætur LÍÚ eins og veiðigjaldið sé alltof hátt og jafnvel ofviða útgerðinni.Það er alveg sama hvað veiðigjaldið hefði verið lækkað mikið.LÍÚ hefði samt hamast gegn því.Í greinargerð með frumvarpinu um veiðigjaldið kom fram, að sérstaka gjaldið væri áætlað 20 milljarðar á ári, ef afkoma sjávarútvegsins væri eins góð og hún er í dag.Það var lækkað á alþingi um 7 milljarða frá þeirri áætlun.Í ríkisfjármálaáætlun fyrir 2012-2015 er veiðigjald áætlað 11 milljarðar á ári.Hækkun gjaldsins verður því aðeins 2 milljarðar á ári frá þeirri áætlun og minni fyrstu 2 árin.Það eru öll ósköpin.Afkoma sjávarútvegsins er mjög góð í dag, meðal annars vegna lágs gengis krónunnar.Almenningur ber byrðarnar vegna lágs gengis en útgerð og útflutningur hagnast á því. Undanfarin ár hefur útgerðin hirt nær allan arðinn af sjávarauðlindinni og ekki greitt neitt alvöru veiðigjald eða auðlindagjald til ríkisins. Hagstofan reiknaði út, að hreinn hagnaður sjávarútvegsins hefði numið 44 milljörðum 2010.Áætlanir sýna, að afkoma útgerðarinnar hefur enn batnað 2011 og 2012.Útgerðin fer því létt með að greiða veiðigjaldið.LÍÚ getur farið að gefa grátkórnum frí.
Á að afhenda útgerðinni kvótana á silfurfati?
Enn er eftir að afgreiða frumvarpið um rétt til nýtingar á sjávarauðlindinni.Frumvarpið, sem lagt var fram um það efni, kveður á um yfir 20 ára nýtingarrétt og möguleika á að framlengja nýtingarréttinn. Í kosningunum 2009 lofuðu stjórnarflokkarnir að innkalla kvótana á 20 árum eða fara svokallaða fyrningarleið.Sú leið hefur breytst í það að afhenda kvótakóngunum veiðiheimildirnar á silfurfati til meira en 20 ára.Það eru alger svik á kosningaloforðinu frá 2009.Með því, að útgerðarmenn eru hundóánægðir með bæði veiðigjöldin og nýtingarréttinn er skynsamlegast fyrir ríkisstjórnina að breyta um stefnu og setja veiðiheimildirnar á frjálsan uppboðsmarkað í áföngum.Þetta mætti gera til dæmis í 3 eða 4 áföngum með hæfilega löngum tíma á milli til þess að milda áhrif breytingarinnar gagnvart útgerðarmönnum.Eigandi sjávarauðlindarinnar fengi þá markaðsverð fyrir veiðiheimildirnar en það var sú leið, sem stjórnlagaráð vildi fara.Setja yrði reglur um það, að enginn einn aðili mætti kaupa of mikið af veiðiheimildum og taka yrði frá veiðiheimildir fyrir landsbyggðina ( setja í potta).Þetta er réttlátasta leiðin og tryggir, að allir sitji við sama borð en það er sú krafa, sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði.
Frumvarpsleiðin er ófær
Sú leið að afhenda útgerðarmönnum veiðiheimildirnar til meira en 20 ára er ekki fær.Það verður jafnmikil óánægja í landinu með þá leið eins og núverandi kvótakerfi.Það er misskilningur hjá ríkisstjórninni að halda að nóg sé að hækka veiðigjaldið örlítið til þess að lægja óánægjuöldurnar.Það dugar ekki.Eina færa leiðin er uppboðsleiðin.Kvótarnir eiga að fara á frjálsan uppboðsmarkað og allir að sitja við sama borð.Það er eina réttláta leiðin.
Björgvin Guðmundsson
Birt i Mbl. 3.ágúst 2012
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|