Félag eldri borgara í Reykjavík hélt stjórnmálafund 28.apríl með efstu mönnum allra framboðslistanna við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Guðrún Ásmundsdóttir,leikkona,var fulltrúi Frjálslyndra á fundinum.Fulltrúar flokkanna héldu framsöguræður en síðan svöruðu þeir fyrirspurnum fundarmanna.Rætt var vítt og breitt um málefni eldri borgara en fulltrúar flokkanna komu einnig inn á mörg önnur borgarmál og málefni eldri borgara,sem heyra undir ríkisstjórnina
Auðveldum eldri borgurum að vera í eigin íbúðum
Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, beindi þeirri fyrirspurn til fulltrúa flokkanna hvort til greina kæmi að fella niður fasteignagjöld þeirra ellilífeyrisþega,sem orðnir væru 70 ára og eldri, þ.e. af einni íbúð hjá hverjum. Guðrún Ásmundsdóttir,fulltrúi Frjálslynda flokksins, sagði þetta góða hugmynd og kvaðst vilja samþykkja hana.Það ætti að auðvelda eldri borgurum að vera í sínum eigin íbúðum sem lengst og einnig í stórum íbúðum, þar eð margir eldri borgarar vildu taka á móti sem flestum gestum. Fulltrúar hinna flokkanna voru ekki eins jákvæðir gagnvart hugmyndinni um niðurfellingu fasteignagjalda eldri borgara eins og Guðrún en allir ræddu þeir þó nauðsyn á lækkun fasteignagjalda ellilífeyrisþega.
Fasteignagjöldin eru of há
Ljóst er,að há fasteignagjöld torvelda ellílífeyrisþegum að halda íbúðum sínum.Nú hefur eignarskattur ríkisins verið felldur niður. Í framkvæmd virkaði hann oft eins og íbúðarskattur,þar oft var íbúðin eina eignin.En eftir stendur hár fasteignaskattur.Það þarf að fella þann skatt niður af ellilífeyrisþegum.Veitum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.
Björgvin Guðmundsson |