|
Afstaða stjórnvalda til aldraðra er neikvæðmánudagur, 14. nóvember 2011
| Þeir,sem kynnt hafa sér málefni aldraðra í hinum norrænu löndunum og afstöðu stjórnvalda þar til eldri borgara segja, að afstaða stjórnvalda til aldraðra sé mun jákvæðari í hinum norrænu löndunum en hér.Þar eru stjórnvöld alltaf að kanna hvernig unnt er að bæta aðbúnað og kjör eldri borgara en hér er þessu öfugt farið.
Niðurskurður bitnar á eldri borgurum
Undarfarin misseri hefur niðurskurður ríkisútgjalda bitnað harkalega á eldri borgurum.Það hefur verið skorið mikið niður á hjúkrunarheimilum úti á landi og á öðrum sjúkrastofnunum, þar sem eldri borgarar eru vistaðir.Þessum mikla niðurskurði var ákaft mótmælt í fyrra og var þá verulegum hluta niðurskurðarins frestað þar til í ár.Nú í ár er enn skorið niður, meðal annars á Landsspítalanum og í heilbrigðiskerfinu yfirleitt.Leggja á niður St.Jósefsspítala í Hafnarfirði en sá spítali hefur veitt mjög góða heilbrigðisþjónustu og leggja á niður líknardeild aldraðra á Landakoti.Spara á 50 milljónir með því að leggja niður líknardeildina.Sagt er,að flytja eigi starfsemi líknardeildar Landakots að verulegu leyti á líknardeild í Kópavogi.Mér finnst aðförin að öldruðum ná hámarki með því að leggja niður líknardeild aldraðra á Landakoti.Þarna hafa verið vistaðir mikið veikir aldraðir sjúklingar, flestir með krabbamein á háu stigi. Þessir sjúklingar hafa yfirleitt verið heima þar til þeir hafa farið á Landakot. Þeir hafa því ekki verið að íþyngja spítalakerfinu áður.Líknardeildin var stofnuð fyrir 10 árum til þess að hlynna að mjög mikið veikum öldruðum sjúklingum síðasta spöl lífs þeirra.Stofnkostnaður deildarinnar var að miklu leyti greiddur úr framkvæmdasjóði aldraðra en einnig með gjafafé, m.a. Frá Rauða krossinum.Allir skattgreiðendur landsins (nema aldraðir) greiða í framkvæmdasjóð til þess að kosta uppbyggingu öldrunarstofnana.Það er siðlaust með öllu af stjórnvöldum að leggja niður stofnun, sem þannig hefur verið kostað til. Ef flytja á sjúklinga frá líknardeild Landakots í líknardeildina í Kópavogi þarf að gera kostnaðarsamar breytingar í Kópavogi. Það verður því sáralítill sparnaður af þeim tilflutningum.Vonandi tekur alþingi í taumana og stöðvar niðurlagningu líknardeildar Landakots.
Stjórnvöld vega að kjörum eldri borgara
Á sama tíma og eldri borgarar verða fyrir barðinu á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu vega stjórnvöld að kjörum eldri borgara. Með lögum,sem sett voru 1.júlí 2009 voru kjör eldri borgara skert verulega. Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr rúmlega 100 þúsund krónum á mánuði í 40 þúsund krónur á mánuði.Ákveðið var að telja greiðslur ellilífeyrisþega úr lífeyrissjóðum með tekjum við útreikning á grunnlífeyri aldraðra frá TR en við það missti mikill fjöldi aldraðra grunnlífeyri sinn og datt út úr kerfi almannatrygginga.Yfir 5000 eldri borgarar urðu fyrir kjaraskerðingu við þessa breytingu. Einnig var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað.Það er krafa eldri borgara að kjaraskerðingin frá 1.júlí 2009 verði afturkölluð strax. Þeir, sem nutu grunnlífeyris frá TR fyrir þá breytingu eiga að fá hann aftur að öðru óbreyttu.Almannatryggingarnar eiga að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags eins og nýsköpunarstjórnin,sem kom tryggingunum á, tók skýrt fram við lögfestingu trygginganna.
Lífeyrissjóður skerði ekki tryggingabætur
Eitt mesta ranglætið í lífeyrismálum aldraðra í dag er það, að tryggingabætur almannatrygginga eru skertar mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Þetta ranglæti verður að afnema.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var skýrt tekið fram,að þeir ættu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga.Í dag er einstaklingur,sem fær 70 þúsund krónur í lífeyri frá lífeyrissjóði ekkert betur settur en sá ellilífeyrisþegi,sem fær ekkert úr lífeyrissjóði.Báðir fá sömu upphæð samtals. Sá sem fær 70 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði sætir 70 þúsund króna skerðingu frá almannatryggingum á mánuði. Það sem sem sagt allt rifið af honum, allt jafnvirði lífeyrisgreiðslanna.Lífeyrisþegar eiga þann lífeyri,sem þeir hafa safnað upp í lífeyrissjóðum.Þess vegna er spurning hvort það stenst eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að rífa af lífeyrisþega hjá TR jafnvirði þess,sem hann fékk úr lífeyrissjóði.
Landsfundur Samfylkingar var haldinn dagana 21.-23.okt. .Það vekur athygli mína, að ekkert er í stefnuskrá fundarins um málefni eldri borgara.Það er aðeins talað um að mótuð verði stefna í málefnum aldraðra og gera þurfi úttekt á þjónustu við aldraða.Þegar Ingibjörg Sólrún var formaður Samfylkingarinnar var stefnan í málefnum aldraðra skýr og skelegg. En síðan hefur stefnunni í þessum málaflokki hrakað ár frá ári og nú hefur hún alveg verið strikuð út.Í staðinn er komin ágæt stefna í málefnum ungs fólks.En getur það ekki farið saman að styðja bætt kjör aldraðra og ungs fólks? Ég sagði í upphafi þessarar greinar,að afstaða stjórnvalda til aldraðra væri neikvæð.Afgreiðsla landsfundar Samfylkingarinnar á málefnum aldraðra staðfestir þetta.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Morgunblaðinu 14.nóv. 2011 | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|