Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Bush þakkaði stuðning Íslands við innrás í Írak!

föstudagur, 16. apríl 2004

Bush,Bandaríkjaforseti,hringdi í forsætisráðherra Íslands 15.apríl sl. en forsætisráðherra er staddur í New York.Þakkaði Bush Íslandi stuðninginn við innrásina í Írak. Einnig ræddi Bush varnarmálin við forsætisráðherra.

  Betra hefði verið fyrir forsætisráðherra,að Bush hefði ekki minnst á innrásina í Írak og stuðninginn við hana.Samkvæmt skoðanakönnunum voru 80% Íslendinga andvígir stuðningi Íslands við innrásina. Ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning við innrásina var ólögleg.Málið var ekki lagt fyrir utanríkismálanefnd eins og skylt er samkvæmt þingsköpum alþingis en leggja skal öll mikilvæg utanríkismál fyrir nefndina. Málið var heldur ekki lagt fyrir alþingi. Ekki liggur einu sinni fyrir,að málið hafi verið lagt formlega fyrir ríkisstjórn.

 

Rannsaka þarf málið

 

Í Danmörku fara nú fram umræður um það að láta fara fram rannsókn á því hvers vegna  danska ríkisstjórnin studdi innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Er talið,að danski forsætisráðherrann hafi sagt dönsku þjóðinni ósatt um málið. Enn meiri ástæða er til þess að láta fara fram rannsókn hér á landi á því hvers vegna Ísland studdi innrásina í Írak. Ísland hefur aldrei haft her og hefur aldrei stutt hernaðaraðgerðir ekki nema á vegum Sameinuðu þjóðanna. Innrásin í Írak var ólögleg samkvæmt alþjóðalögum, þar eð Öryggisráð Sþ. samþykkti ekki hernaðaraðgerðirnar.

 Samkvæmt þingsköpum alþingis getur alþingi skipað rannsóknarnefndir. Ég legg til,að slík nefnd verði skipuð til þess að rannsaka ákvarðanatöku um stuðning Íslands við innrásina í Írak.

 
 

  Ekkert nýtt í varnarmálunum

 

Bush ræddi einnig varnarmál Íslands við íslenska forsætisráðherrann. Ekkert nýtt kom fram um það efni. Sjálfstæðisflokkurinn má vart vatni halda yfir því,að Bush skyldi hringja í Davíð. Bush hringdi til þess að segja ekki neitt. Þetta var kurteisissímtal. Hann sagði,að endurskoðun stæði yfir á  varnarviðbúnaði Bandaríkjanna í Evrópu.Það er löngu komið fram. Og síðan mælti hann  nokkur kurteisisorð um að Bandaríkin mætu mikils varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna! Þetta er almennt “kjaftæði”.Ekkert kom fram um það hvort  herþotur yrðu áfram hér á landi eða hvort nokkurt varnarlið yrði hér yfirleitt. Úr því  íslenski forsætisráðherrann var á ferð í Bandaríkjunum hefði verið eðlilegt,að hann hefði heimsótt Bandaríkjaforseta. En Bush hefur ekki viljað taka á móti Davíð enda hafði hann ekkert að segja við hann. Í staðinn hringdi Bush! Sagt er að íslenski forsætisráðherrann hafi ekki beðið um símtal við  Bush. En  skrifstofa forseta Bandaríkjanna hefur verið látin vita af því að forsætisráðherra Íslands væri í Bandaríkjunum. Ísland hefur sendiráð bæði í Washington og í New York. Bæði þessi sendiráð hafa komið því rækilega til skila við Bandaríkin að íslenski forsætisráðherrann væri í Bandaríkjunum. Slík skilaboð má telja óbein tilmæli um að haft væri samband við forsætisráðherra Íslands..

 

Utanríkisráðherra vissi ekkert

 

 Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar spurði utanríkisráðherra á alþingi 15.apríl um viðræður Davíðs við Bush. Utanríkisráðherra vissi ekkert um þær. Er það svipað og þegar forsætisráðherra skýrði sendiherra Bandaríkjanna frá því,að Ísland mundi styðja innrás  Bandaríkjanna í Írak. Utanríkisráðherra vissi ekkert um það!

 

Björgvin Guðmundsson

 

" Samkvæmt þingsköpum alþingis getur alþingi skipað rannsóknarnefndir. Ég legg til,að slík nefnd verði skipuð til þess að rannsaka ákvarðanatöku um stuðning Íslands við innrásina í Írak."

 

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn