Stjórnarandstaðan,Samfylking VG og Frjálslyndir
kynnti 2.oktober sameiginlegar tillögur,sem fluttar verða á alþingi.Þar er m.a. að finna tillögur um umbætur í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja.Fagna ber því, að samstaða hafi náðst með flokkum stjórnarandstöðunnar í þessu efni. En tillögur stjórnarandstöðunnar ganga of skammt. Lagt er til,að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum hækki um 10 þúsund krónur á mánuði um næstu áramót eða um 7 þúsund umfram það, sem tillögur ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir.Samkvæmt því færi lífeyririnn í 133 þúsund á mánuði.( Tekjutrygging á að vera 85 þúsund á mánuði í stað 78 þúsund).Hér er átt við einstaklinga. Þetta er of lítið.Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands eru útgjöld einstaklinga fyrir utan skatta 178 þúsund á mánuði. Það er því algert lágmark að hækka lífeyrinn í 160 þúsund á mánuði.
Frítekjumark 75 þúsund á mánuði
Hins vegar eru ágætar umbætur í tillögum stjórnarandstöðunnar varðandi frí-
tekjumark og minni skerðingar á tryggingabótum en áður. Lagt er til,að frítekjumark verði 75 þúsund krónur á mánuð vegna atvinnutekna, sem taki gildi strax um áramót og að skerðing tryggingabóta vegna atvinnutekna lækki úr 45% í 35% .
Verður framboð eldri borgara?
Stjórnarandstaðan verður að bæta tillögur sínar, ef koma á í veg fyrir framboð eldri borgara við næstu alþingiskosningar.Sérstaklega verður að hækka verulega lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.
Björgvin Guðmundsson |