|
Framsóknarflokkurinn var á móti EES.Nú vildu allir Lilju kveðið hafasunnudagur, 30. janúar 2005
| Á sunnudag birtist stórt viðtal við forsætisráðherra í Morgunblaðinu. Þar dásamar ráðherrann þær breytingar efnahagslífsins,sem aðild Íslands að EES samningnum hefur haft í för með sér. En ráðherrann gleymdi að geta um það,að Framsóknarflokkurinn var á móti aðild Íslands að EES og meira að segja hann sjálfur treysti sér ekki til þess að greiða atkvæði með málinu.Hann sat hjá!
Svipaða sögu er að segja um Sjálfstæðisflokkinn. Þegar Jón Baldvin Hannibalssson þá formaður Alþýðuflokksins hóf baráttuna fyrir aðild Íslands að EES samningnum þá var Sjálfstæðisflokkurinn því algerlega andvígur. Flokkurinn vildi fremur gera tvíhliða samning við Evrópusambandið.Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins knúði aðild Íslands í gegn á Alþingi,fyrst í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og síðan í andstöðu við Framsókn og Alþýðubandalagið. En nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Nú hreykja þeir sér sem ýmist voru andvígir aðild að EES eða drógu lappirnar og treystu sér ekki til þess að samþykkja aðildina.
Aðild Íslands að EES færði okkur frelsið í efnahagsmálum,sem allir dásama í dag. EES-samningurinn færði okkur frelsin fjögur,frelsi í vöruviðskiptum,þjónustuviðskiptum,fjármagnaflutningum og vinnuaflsflutningum.
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|