Ekki reyndist vera eiturgas í sprengjunum 36 sem íslensku sprengjuleitarsérfræðingarnir fundu grafnar í jörðu skammt frá borginni Basra í S-Írak fyrir rúmri viku.
Í fyrstu var talið að í sprengjunum kynni að vera bæði sinnepsgas og taugagasið tabun. Í dag greindi danski herinn frá því að hvorugt efnið hefði verið í sprengjunum. Ekki hefur fundist skýring á því hvers vegna fyrstu athuganir danska hersins bentu til þess að í sprengjunum væru hættuleg efni.