|
Leiðrétta verður kjör aldraðra og öryrkja straxlaugardagur, 25. ágúst 2012
| Eins og ég hefi sýnt fram á í fyrri greinum mínum hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið jafnmiklar kjarabætur og launþegar í stjórnartíð núverandi ríkisstjórnar.Þar vantar verulega upp á.Auk þess hafa aldraðir og öryrkjar verið hlunnfarnir ítrekað við framkvæmd kjarasamninganna, sem gerðir voru á miðju ári 2011.Lægstu laun hækkuðu strax í júní 2011 um 10,3% en bætur þeirra bótaþega meðal aldraðra og öryrkja, sem verst voru staddir, hækkuðu aðeins um 6,5%. Þarna voru lífeyrisþegar hlunnfarnir verulega. Í ársbyrjun þessa árs, þegar launþegar ( með lágmarkslaun) fengu 11000 kr kauphækkun, þá fengu aldraðir og öryrkjar aðeins 6800 kr. hækkun.Þarna voru lífeyrisþegar aftur hlunnfarnir.Alþýðusambandið mótmælti því harðlega í upphafi ársins, að aldraðir og öryrkjar skyldu hlunnfarnir á þennan hátt en allt kom fyrir ekki.Stjórnvöld gerðu ekkert til þess að leiðrétta “mistökin”.
Hækkanir ekki í samræmi við lög
Samkvæmt lögum um almannatryggingar á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka jafnmikið og laun eða hliðstætt hækkun verðlags.Eða eins og segir í lögunum: Við breytingar skal taka mið af launaþróun, þó þannig að bætur hækki aldrei minna en verðlag skv. vísitölu neysluverðs.Þessu hefur ekki verið framfylgt.Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík telur að hækka þurfi lífeyri aldraðra um 20% til þess að jafna metin og breyta lífeyri í samræmi við lagaákvæðin. Öryrkjabandalag Íslands telur að hækka þurfi lífeyri öryrkja enn meira til þess að jafna metin eða um tæp 30%.Í öllu falli liggur fyrir, að lífeyrisþegar eiga inni verulegar hækkanir á lífeyri vegna krepputímans eða 20-30% hækkun lífeyris.Þessi leiðrétting verður að koma strax, ef ríkisstjórnin vill standa við yfirlýsingar sínar um, að hún ætli að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.
Launahækkun 33%-bótahækkun 12,8%!
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum 2009.Hún hefur verið við völd í rúm 3 ár. Kosningar fara fram næsta vor, þannig að það er aðeins innan við eitt ár eftir af kjörtímabilinu . Á valdatímabili ríkisstjórnarinnar, 2009-2012, hafa lægstu laun í landinu hækkað um 48 þús. kr. á mánuði eða um 33% .Á sama tímabili hefur lífeyrir aldraðra og öryrkja, þ.e. hjá þeim,sem verst eru staddir, hækkað um 23 þús. kr. á mánuði eða um 12,8%.Það er því alveg ljóst, að í stjórnartíð Samfylkingar og VG hafa aldraðir og öryrkjar verið sviknir um sömu kjarabætur og láglaunafólk hefur fengið .Það þýðir ekkert fyrir velferðarráðherra að fara í einhverja talnaleikfimi til þess að fá aðra útkomu.Það þýðir t.d. ekkert að reikna með kjarabótum lífeyrisþega á fyrri tímabilum, þ.e. áður en núverandi stjórn tók við, til þess að fegra kjör lífeyrisþega og segja, að þeir hafi fengið jafnmikla hækkun og launþegar. Við erum að tala um stjórnartíma núverandi ríkisstjórnar en ekki tímabil fyrri ríkisstjórna.Það þýðir heldur ekkert að koma með fullyrðingar um, að lífeyrisþegar hafi farið betur út úr kreppunni en launþegar. Staðreyndirnar um breytingar á lífeyri og launum tala sínu máli og eru alveg skýrar: Kaup láglaunafólks hefur hækkað meira en tvöfalt meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja á stjórnartímabilinu.
Lífeyrir aldraðra fylgi neyslukönnun Hagstofunnar
Aldraðir og öryrkjar , sem ekki hafa aðrar tekjur en bætur almannatrygginga, hafa í dag 174 þús. á mánuði eftir skatta, þ.e. einstaklingar ( lágmarksframfærslutrygging,framfærsluviðmið).Það lifir enginn sómasamlegu lífi af þeirri upphæð enda er þetta langt undir því, sem neyslukönnun Hagstofunnar segir, að einstaklingar noti til neyslu til jafnaðar á mánuði.En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar frá því í desember sl. nema neysluútgjöld einstaklinga 290 þús. kr. á mánuði, án skatta. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja upp í þessa upphæð í áföngum.Alþingi kemur saman í næsta mánuði.Þá gefst tækfæri til þess að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja. Það mál þolir enga bið.
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|