|
Hver er stefna Samfylkingarinnar?þriðjudagur, 21. júlí 2015
| Hvert á Samfylkingin að fara? Hver á stefna Samfylkingarinnar að vera? Þetta eru spurningar,sem ég ætla að reyna að svara í þessari grein.Samfylkingin hefur átt á brattann að sækja frá síðustu alþingiskosningum.Um tíma virtist flokkurinn vera að ná vopnum sínum og fylgið jókst mikið í skoðanakönnunum en síðan virðist hafa fjarað aftur undan flokknum.Hið sama má að vísu segja einnig um hina gömlu flokkana,Framsókn,VG og Sjálfstæðisflokkinn.
Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna á Íslandi. Flokkurinn á að boða jafnaðarstefnuna en gerir það ekki, a.m.k verður almenningur ekki var við,það.Ég á ekki við það, að boða eigi hin gömlu úrræði jafnaðarstefnunnar,þjóðnýtingu og áætlunarbúskap.Nei,flokkurinn á að boða nútíma jafnaðarstefnu en gerir það ekki nægilega vel.Almenningur á ekki að velkjast í vafa um það fyrir hvað Samfylkingin stendur. Helstu úrræði nútíma jafnaðarstefnu eru fullkomnar almannatryggingar,réttlátt skattakerfi,sem stuðli að sem mestum jöfnuði í þjóðfélaginu og húsnæðiskerfi,sem tryggi láglaunafólki leiguíbúðir eða eignaríbúðir á hagstæðum kjörum.Full atvinna er eitt mikilvægasta stefnumál jafnaðarmanna og nátengd því er skynsamleg nýting náttúruauðlindanna og það stefnumál að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum.Ég hef trú á því, að ef Samfylkingin boðar jafnaðarstefnuna,muni flokkurinn ná vopnum sínum á ný.
Það, sem jafnaðarmenn eiga að leggja mesta áherslu á í boðskap sínum í dag, er eftirfarandi:
Sjávarauðlindin verði færð í hendur þjóðarinnar á ný. Réttlátast er, að fiskveiðiheimildirnar verði boðnar upp eins og stjórnlagaráð vildi og samþykkti.Almannatryggingar verði stórefldar og gerðar réttlátari.Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði stórhækkaður og verði í byrjun svipaður og kaup launþega (ófaglærðra).Stefnan í skattamálum stuðli að jöfnuði. Skattar verði lækkaðir og afnumdir á þeim tekjulægstu.Skattar verði hækkaðir á þeim tekjuhæstu og auðlegðarskattur tekinn upp.Skattleysismörkin verði stórhækkuð.Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði skattfrjáls.Stefnan í húsnæðismálum tryggi framboð,á hagstæðum leigu og eignaríbúðum.Verkamannabústaðakerfið verði endurreist.
Ef Samfylkingin kemur með framangreind mál, sem eru flest gömul stefnumál jafnaðarmanna, mun það ekki fara á milli mála, að Samfylkingin er að berjast fyrir jafnaðarstefnunni.Undarfarið hafa ýmsir málsmetandi jafnaðarmenn látið í sér heyra og varpað fram spurningunni um það hvað mætti gera til þess að efla Samfylkinguna á ný. Að mínu mati er það mjög einfalt eins og ég hef bent á hér: Að boða jafnaðarstefnuna.
Birt í DV 21.júlí 2015
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|