Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hagsmunir eldri borgara hafa verið fyrir borð bornir

sunnudagur, 21. maí 2006

 

 

Velferðarríkið er  á villigötum.Hagsmunir eldri borgara og öryrkja hafa verið fyrir borð bornir í góðærinu.Lífeyrisþegar hafa dregist aftur úr.Skattbyrði eldri borgara og öryrkja hefur aukist.Skerðingar lífeyris úr almannatryggingum hafa stóraukist.Framkvæmdafé aldraðra hefur verið skert.

  Þetta sagði Stefán Ólafsson,  prófessor, í  erindi sínu á þjóðfundi Landssambands eldri borgara fyrir skömmu.Stefán birti mörg línurit og tölur máli sínu til staðfestingar.Meðal þess sem kom fram var eftirfarandi:

 

Skattbyrði eldri borgara hefur aukist

 

Skattbyrði þeirra,sem hafa lægstu tekjurnar hefur aukist um 9,2 -15,3 prósentustig  á tímabilinu 1994-2004.Á sama tímabili hefur skattbyrði þeirra,sem hafa meðaltekjur aukist um 3,2-7,2 prósentustig og þeirra,sem hafa hæstu tekjur um 1,9-3,3 prósentustig.Af þessu er ljóst,að ríkisstjórnin  hefur verið að þyngja skattana á láglaunafólki en létta þá á hátekjufólki.

Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur breyst sem hér segir á tímabilinu 1990-2005: Hámarkslífeyrir eldri borgara ( kaupmáttur ráðstöfunartekna) hefur aukist um 18% en kaupmáttur allra í landinu hefur aukist um 50,6%. Eða m.ö.o.: Á  sama tíma og kaupmáttur almennings hefur aukist um rúm 50% hafa eldri borgarar verið skildir eftir og þeir hafa aðeins fengið þriðjung þeirrar kaupmáttaraukningar sem almenningur hefur fengið!

 

Ríkið tekur 70% lífeyris í skerðingar og skatta

 

  Meðaltekjur fólks úr lífeyrissjóðum voru árið 2004 58.000 kr. á mánuði.Helmingur lífeyrisþega hafði undir 35.000 kr. á mánuði.Af þessu tók ríkið 70% í skerðingar og skatta.Greiðslur,sem verkamenn fá úr lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum á Íslandi,  eru undir meðaltali OECD ríkjann eða 66% meðaltekna miðað við 69% hjá OECD.Íslendingar töldu til skamms tíma,að þeir væru með betra kerfi en aðrar þjóðir.En staðreyndir segja annað: Íslendingar eru með verra kerfi.

 Mörg ríki veita eldri borgurum  skattafslátt með sérstökum skattleysismörkum fyrir ellilífeyrisþega.Þessi ríki veita eldri borgurum sérstakan skattafslátt: Tékkland,Frakkland,Holland,Belgía,Danmörk,Þýskaland,Ítalía,Noregur,Finnland,Ungverjaland og Bretland. Á sama tíma og þessi ríki veita eldri borgurum sérstakan skattafslátt hækka stjórnvöld hér skatta á öldruðum!

 Lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir til þess að bæta kjör íslenskra launamanna. Þeir áttu að veita lífeyrisþegum myndarlega viðbót við lífeyri frá almannatryggingum. En reynslan hefur orðið sú,að ríkið hrifsar til sín meirihlutann af því,sem lífeyrisþegar eiga  að fá eða 70%,sem ríkið tekur í skatta og skerðingar.Ríkisstjórnin níðist á öldruðum.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn