Velferðarríkið er á villigötum.Hagsmunir eldri borgara og öryrkja hafa verið fyrir borð bornir í góðærinu.Lífeyrisþegar hafa dregist aftur úr.Skattbyrði eldri borgara og öryrkja hefur aukist.Skerðingar lífeyris úr almannatryggingum hafa stóraukist.Framkvæmdafé aldraðra hefur verið skert.
Þetta sagði Stefán Ólafsson, prófessor, í erindi sínu á þjóðfundi Landssambands eldri borgara fyrir skömmu.Stefán birti mörg línurit og tölur máli sínu til staðfestingar.Meðal þess sem kom fram var eftirfarandi:
Skattbyrði eldri borgara hefur aukist
Skattbyrði þeirra,sem hafa lægstu tekjurnar hefur aukist um 9,2 -15,3 prósentustig á tímabilinu 1994-2004.Á sama tímabili hefur skattbyrði þeirra,sem hafa meðaltekjur aukist um 3,2-7,2 prósentustig og þeirra,sem hafa hæstu tekjur um 1,9-3,3 prósentustig.Af þessu er ljóst,að ríkisstjórnin hefur verið að þyngja skattana á láglaunafólki en létta þá á hátekjufólki.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur breyst sem hér segir á tímabilinu 1990-2005: Hámarkslífeyrir eldri borgara ( kaupmáttur ráðstöfunartekna) hefur aukist um 18% en kaupmáttur allra í landinu hefur aukist um 50,6%. Eða m.ö.o.: Á sama tíma og kaupmáttur almennings hefur aukist um rúm 50% hafa eldri borgarar verið skildir eftir og þeir hafa aðeins fengið þriðjung þeirrar kaupmáttaraukningar sem almenningur hefur fengið!
Ríkið tekur 70% lífeyris í skerðingar og skatta
Meðaltekjur fólks úr lífeyrissjóðum voru árið 2004 58.000 kr. á mánuði.Helmingur lífeyrisþega hafði undir 35.000 kr. á mánuði.Af þessu tók ríkið 70% í skerðingar og skatta.Greiðslur,sem verkamenn fá úr lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum á Íslandi, eru undir meðaltali OECD ríkjann eða 66% meðaltekna miðað við 69% hjá OECD.Íslendingar töldu til skamms tíma,að þeir væru með betra kerfi en aðrar þjóðir.En staðreyndir segja annað: Íslendingar eru með verra kerfi.
Mörg ríki veita eldri borgurum skattafslátt með sérstökum skattleysismörkum fyrir ellilífeyrisþega.Þessi ríki veita eldri borgurum sérstakan skattafslátt: Tékkland,Frakkland,Holland,Belgía,Danmörk,Þýskaland,Ítalía,Noregur,Finnland,Ungverjaland og Bretland. Á sama tíma og þessi ríki veita eldri borgurum sérstakan skattafslátt hækka stjórnvöld hér skatta á öldruðum!
Lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir til þess að bæta kjör íslenskra launamanna. Þeir áttu að veita lífeyrisþegum myndarlega viðbót við lífeyri frá almannatryggingum. En reynslan hefur orðið sú,að ríkið hrifsar til sín meirihlutann af því,sem lífeyrisþegar eiga að fá eða 70%,sem ríkið tekur í skatta og skerðingar.Ríkisstjórnin níðist á öldruðum.
Björgvin Guðmundsson |