Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ólögmætt samráð olíufélaganna

mánudagur, 8. nóvember 2004


Áfangaskýrsla Samkeppnisstofnunar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna
hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem olíufélögin hafi haft með sér
víðtækt samráð eftir gildistöku samkeppnislaganna 1993. Bendir skýrsla
Samkeppnisstofnunar til þess,að olíufélögin kunni að hafa brotið 10.gr.
samkeppnislaganna en samkvæmt henni er fyrirtækjum óheimilt að hafa samráð
sín á milli í því skyni að hafa áhrif á
verð,afslætti,álagningu,markaðssskiptingu og gerð tilboða. Tvö
olíufélaganna
hafa þegar viðurkennt, að starfsemi þeirra hafi  ekki verið fullkomlega í
samræmi við samkeppnislögin frá 1993 og óskuðu félög þessi eftir samstarfi
við samkeppnisyfirvöld. Þriðja félagið hefur einnig óskað samstarfs við
samkeppnisyfirvöld og veitt óbeina viðurkenningu með því að segja,að
félögin
hafi verið of  lengi að laga sig að breyttu  lagaumhverfu eftir að
samkeppnislögin tóku gildi.
Olíufélögin afsaka sig með því að benda á,að ríkið hafi  áður fyrr um langt
skeið samið um innflutning og verð á olíuvörum og afhent olíufélögunum
samningana. Það fyrirkomulag hafi leitt til samráðs félaganna. Það er engin
afsökun. Þetta fyrirkomulag er löngu liðin tíð.
Strax í lögunum frá 1978 um verðlag,samkeppnishömlur og óréttmæta
viðskiptahætti voru ákvæði um,að skaðlegar samkeppnishömlur væru óheimilar
og  samningar þar um ógildir. Þegar samkeppnislögin 1993 tóku gildi höfðu
olíufélögin því vitað í 15 ár,að  þau máttu ekki hafa með sér samráð,sem
gæti skaðað  neytendur..Hin fortakslausu ákvæði nýju samkeppnnislaganna
frá
1993 um þessi efni taka af allan vafa um bann við ólögmætu samráði
fyrirtækja varðandi verð o.fl.
 Morgunblaðið skrifar forustugrein um mál þetta 19.júlí sl.  Í þeirri grein
ver Mbl. talsverðu rými í að afsaka framferði olíufélaganna vegna þess,að
ríkið hafi áður lengi  annast innflutning á olíuvörum. Undrar það mig
mjög,að Mbl. skuli taka þessa afstöðu. Þetta er svipað og afsaka ætti brot
matvælafyrirtækja á samkeppnislögum   með því að segja,að áður hafi
álagning
á matvörur verið háð verðlagsákvæðum og fyrirtækin því óvön frjálsri
samkeppni!Hins vegar á Mbl. þakkir skilið fyrir mjög
ítarlega,yfirgripsmikla og óhlutdræga fréttafrásögn  af máli þessu öllu
19.júlí sl.
 Fyrirtæki í heildsölu- og smásöludreifingu börðust lengi fyrir því að
frjáls samkeppni yrði innleidd í verslunina  og verðlagshöft afnumin. Það
mál náði fram að ganga.En verslunin verður að rísa undir frelsinu. Hún má
ekki misnota frelsið. Neytendur eiga rétt á því að  fá að njóta
ávinningsins
af frjálsri samkeppni.
  Það er sorglegt,ef það reynist rétt að  olíufélögin hafi verið að reyna

auka gróða sinn með því að hafa samráð um  að halda verði  uppi og hækka
verð á olíuvörum. Taka verður mjög  strangt á slíku broti.

Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur

 

Birt í Mbl. í ágúst 2003





N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn