Upplýst hefur verið hve mikið stjórnendur Landsbankans og KBbanka höfðu í laun á liðnu ári. Fram kemur,að Halldór J.Kristjánsson,bankastjóri Landsbankans hafði 12,4 milljónir á mánuði en Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KBbanka hafði 8 millj. Króna á mánuði. Það er því ljóst,að sjálftaka stjórnenda bankanna heldur áfram. Þessir stjórnendur taka til sín stórar fúlgur af fjármunum, 7-12 milljónir króna á mánuði á sama tíma og láglaunafólki er skammtað rúmlega 100 þús. krónur á mánuði. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, hafði um 12,4 milljónir í laun á mánuði sl.ár Hluti launanna tengist kaupréttarsamningum, - og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, hafði um 6,9 milljónir. Ársreikningur bankans sýnir að laun og hlunnindi helstu stjórnenda bankans nemi um 840 milljónum króna. Árið 2004.
Sextán framkvæmdastjórar bankans höfðu hver rúmar þrjár milljónir að meðaltali í laun á mánuði eða samtals 598 milljónir, allt árið í fyrra,
Alls námu launagreiðslur til Halldórs J. Kristjánssonar 149 milljónum. Greiðslur til Sigurjóns Árnasonar námu 83 milljónum.
Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka var launahæstur bankastjóra í fyrra með rúmar átta milljónir króna í laun á mánuði. Þá var sérstaklega tekið til þess að sex bankastjórar hefðu haft 324 milljónir samtals í mánaðarlaun og laun þeirra hefðu að jafnaði hækkað um 60 prósent milli áranna 2003 og 2004.
Halldór J. Kristjánsson hefur í ár haft helmingi meira en Heiðar Már aflaði í fyrra og því verður spennandi að sjá hvernig KB banki kemur út í þeim samanburði eftir aðalfund bankans.
Milli sjö og áttahundruð starfsmenn bankanna hafa minna en 210 þúsund á mánuði fyrir fullan vinnudag. Starfsmenn bankanna eru hinsvegar rúmlega fjögur þúsund talsins. Friðbert Traustason formaður Sambands Íslenskra bankamanna segir meðallaun bankamanna um 500 þúsund. Launamunurinn sé hinsvegar gríðarlegur. Hann segir að launagreiðslur til æðstu stjórnenda séu orðnar óskiljanlegar öllu venjulegu fólki.
Lars G. Nordström sem er aðalbankastjóri Nordea, var með jafngildi tæpra áttatíu milljónir íslenskra króna árið 2004 samkvæmt sænska blaðinu Expressen í nóvember og var því hálfdrættingur á við Halldór J. Kristjánsson. 38 þúsund starfsmenn starfa hjá Nordea í fjórum löndum, tíu sinnum fleiri en starfa í öllu íslenska bankakerfinu.
|