|
Grunnlífeyrir aldraðra og öryrkja margfalt hærri í grannlöndunum en hérsunnudagur, 5. júlí 2015
| Þegar lög um almannatryggingar voru sett 1946, var svokölluð nýsköpunarstjórn við völd í landinu. Þrír flokkar mynduðu þá stjórn: Alþýðuflokkur,Sjálfstæðisflokkur og Sósialistaflokkur. Ríkisstjórnin lýsti því yfir,,að almannnatryggingar á Íslandi ættu að vera I fremstu röð slíkra trygginga í Norður-Evrópu. Og allir á Íslandi ættu að njóta þessara trygginga óháð stétt og efnahag. Almannatryggingarnar fóru vel af stað. Í byrjun voru þær eins og slíkar tryggingar gerðust bestar í grannlöndum okkar . En í dag rekum við lestina. Öll hin Norðurlöndin (almannatryggingarnar) greiða sínum eldri borgurmum mun hærri lifeyri en við gerum.
Stjórnmálamen bera sökina
Hvað hefur gerst? Hvernig má það vera, að Ísland standi hinum Norðurlöndunum langt að baki í þessu efni? Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn stærstu sökina. Þeir hafa ekki staðið sig í því að gæta þess, að lífeyrir almannatrygginga hækkaði nægilega mikið til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum sómasamlegan lífeyri. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir einnig tekið upp skerðingu á lifeyri almannatrygginga til aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Það verður að stöðva þá skerðingu strax.Tekjur af atvinnu og fjármagni skerða einnig tryggingabætur mikið.
Margfaldur grunnlífeyrir í grannlöndunum
Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar.Það var aldrei reiknað með því, að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.
Á Íslandi er grunnlífeyrir einhleypra eldri borgara 36 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Í Svíþjóð er grunnlífeyrir einhleypinga (garantipension) 124 þúsund krónur á mánuði.Í Noregi er grunnlífeyrir einhleypinga 125 þúsund krónur á mánuði, í Danmörku 118 þúsund,í Finnlandi er þessi lífeyrir ( Basic state pension) 95 þúsund og í Bretlandi er grunnlifeyrir ( State pension) 129 þúsund kr .Í Noregi er viðbótarlífeyrir (særtillegg)) greiddur eldri borgurum og nemur hann 125 þúsund krónum á mánuði eins og grunnlífeyririnn. Í Danmörku er eins og í Noregi greiddur viðbótarlífeyrir (tillægg )til eldri borgara, alls 123 þúsund krónur á mánuði.Viðbótarlífeyrir er greiddur þeim,sem hafa litlar eða engar aðrar tekjur frá almannatryggingum.Athyglisvert er, að grunnlífeyrir í grannlöndum okkar er í mörgum tilvikum 3,5 sinnum hærri en grunnlífeyrir hér. Það er greinilega eitthvað að kerfinu hér.
Ef litið er á heildarupphæð lífeyris aldraðra í Noregi frá almannatryggingum kemur í ljòs,að hann er allt að 395 þúsund kr á mánuði fyrir skatt miðað við 225 þúsund krónur hér.Lífeyrir aldraðra er því talsvert hærri í Noregi en hér.
Ljóst er,að það verður að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja hér.
Björgvin Guðmnundsson
Birt í Fréttablaðinu 7. mai 2015
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|