Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Árásirnar á Baug.Hvers vegna?

fimmtudagur, 17. júní 2004

 

 

Af hverju eru Sjálfstæðismenn alltaf að ráðast á Baug? Hafa fyrirtæki Baugs,eins og Bónus,misnotað aðstöðu sína á markaðnum?Hefur Bónus brotið samkeppnislög? Nei þvert á móti. Bónus hefur lækkað vöruverð meira á markaðnum en nokkur önnur smásöluverslun. Bónus hefur fært þjóðinni miklar kjarabætur í formi lægra vöruverðs.En hvers vegna er forustu Sjálfstæðisflokksins þá svo mjög í nöp við Baug og Bónus?Það er verðugt rannsóknarefni og það virðist enginn hafa svör við þeim spurningum..

 

Byrjuðu með tveir hendur tómar

 

Þjóðin þekkir orðið söguna um upphaf Bónus.Jóhannes Jónsson kaupmaður stofnaði Bónus með tvær hendur tómar og með dugnaði og eljusemi tókst honum að byggja upp öflugt smásölufyrirtæki.Menn þekkja framhaldið,sameiningu Bónus og Hagkaupa og stofnun Baugs  en íslenski hluti Baugs heitir nú Hagar.Baugur gerði útrás til Bretlands og hefur náð þar undraverðum árangri ekki síst fyrir störf sonar Jóhannesar,Jóns Ásgeirs.Menn hefðu talið,að  ekki síst Sjálfstæðismenn mundu fagna velgengni Baugs.Sjálfstæðisflokkurinn hefur jú alltaf predikað frelsi einstaklingsins og að einkafyrirtæki ættu að fá að hagnast.Þess vegna  skilur enginn hvers vegna forusta Sjálfstæðisflokksins ræðst á Baug og er óánægð með velgengni fyrirtækisins.

 

Gleymdist að fá leyfi?

 

Mér kemur í hug,að ef til vill hafi forusta Sjálfstæðisflokksins snúist gegn Baugi þegar Jón Ásgeir og Jón Ólafsson keyptu hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA)  á sínum tíma.Þá predikaði forusta Sjálfstæðisflokksins, að eignaraðild að FBA ætti að vera dreifð.En þeir Jón Ásgeir og Jón Ólafsson fóru ekki eftir þeim boðskap, heldur keyptu 20% í bankanum, ef ég man rétt.Og það sem verra var: Þeir gleymdu að fá  leyfi hjá forustu Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum kaupum! Þetta er að vísu langsótt skýring en mér kemur ekkert annað í hug.Ég held,að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei fyrirgefið Jónunum þetta.

 

 Ekki sama hverjir efnast

 

Að áliti Sjálfstæðisflokksins er ekki sama hverjir efnast á atvinnurekstri.Nokkrir aðilar hafa efnast vel á atvinnurekstri undanfarin ár en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ráðist á neinn þeirra eins og Baug.Og þegar “Kolkrabbinn” var í fullu fjöri og átti stærstu fyrirtækin á Íslandi þá kvartaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Sjálfstæðisflokkurinn gerði engar athugasemdir við rekstur Eimskips enda þótt það fyrirtæki hefði markaðsráðandi stöðu á markaðnum.Eftirlitsstofnanir voru ekki inni á gafli þar á hverjum  degi.Mikil eignatengsl voru milli Eimskips,Flugleiða og Sjóvá-Almenna Forusta Sjálfstæðisflokksins kvartaði ekki yfir því Þar voru “réttir” auðmenn við völd.Sjálfstæðismenn áttu öll helstu fjölmiðlafyrirtækin,Morgunblaðið,DV og Stöð 2.Sjálfstæðismenn gerðu engar athugasemdir við það.Það var ekki fyrr en Baugur keypti Fréttablaðið,að Sjálfstæðisflokkurinn fékk málið um eignarhald á fjölmiðlum. Olíufélögin eru uppvís að ólöglegu samráði um útboð og verðlagningu.Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið gagnrýnt það. Og þannig mætti áfram telja.Engar athugasemdir eru gerðar við fyrirtæki,sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknarleg.En af einhverjum ástæðum er Baugur ekki í þeirra hópi.Hafa þeir Bónusfeðgar þó báðir verið í Sjálfstæðisflokknum.

Það virðast ekki aðeins vera til góðir og slæmir auðmenn heldur einnig góðir og slæmir Sjálfstæðismenn!

 

Bónus hefur ekki misnotað aðstöðu sína

 

Ekki er ástæða til þess að gera athugasemdir við stór og jafnvel markaðsráðandi fyrirtæki,ef þau misnota ekki aðstöðu sína.Það er ekki unnt að banna fyrirtækjunum að stækka.

 

Þegar Baugur keypti 10-11 verslanirnar jókst markaðshlutdeild Bónus á matvörumarkaði um 7-8%. Samkeppnisyfirvöld töldu þá aukningu ekki það mikla,að það réttlæti íhlutun þeirra um yfirtökuna á 10-11.Samkeppnisyfirvöld hafa ekki til þessa orðið þess vör,að Bónus hafi misnotað markaðsstöðu sína á matvörumarkaðnum  enda þótt Bónus sé mjög stór þar.Samkeppni er mikil á þessum markaði og neytendur veita fyrirtækjunum mikið aðhald. Bónus hefur notið mikilla vinsælda neytenda enda ávallt með lægsta vöruverðið.

 

Jafnrétti ríki á markaðnum

 

Stór fyrirtæki verða að sæta eftirliti eftirlitsstofnana,fjármálaeftirlits,samkeppnisyfirvalda,og skattayfirvalda. Baugur og Bónus verða að sjálfsögðu að sæta slíku eftirliti og fara að leikreglum. Það hafa þau gert.En það má ekki mismuna fyrirtækjum. Svo virðist sem Baugur hafi sætt ofsóknum yfirvalda.Er það mjög slæmt og á ekki að líðast. Ef yfirvöld halda áfram árásum á Baug án tilefnis er hætt við að fyrirtækið fari með starfsemi sína úr landi. Það yrðu mikill skaði fyrir Ísland.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 29.júní  2004

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn