Nokkurs taugatitrings gætir nú innan kaffibandalagsins vegna heilsíðuauglýs-
ingar Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu um innflytjendamálin.Í þessari auglýsingu var gefið til kynna,að Frjálslyndi flokkurinn vildi ekki að sams konar ástand myndaðist hér vegna fjölda innflytjenda og skapast hefði í grannlöndum okkar þar sem vandamál eru mikil í tengslum við innflytjendur.Er þessari auglýsingu greinilega ætlað að draga kjósendur að Frjálslynda flokknum án þess að segja fullum fetum hvað frjálslyndir vilji gera í málum innflytjenda. Nokkrir stjórnmálafræðingar hafa sagt, að þessi auglýsing leiði í ljós, að kaffibandalagið sé búið að vera. Ekki verði unnt fyrir Samfylkingu og vinstri græna að mynda stjórn með frjálslyndum. Þetta er of djúpt í árinni tekið. Össur Skarphéðinsso, formaður þingsflokks Samfylkingar, hefur réttilega bent á, að ekki eru neinar beinar tillögur í umræddri auglýsingu Frjálslynda flokksins.
Reynir ekki á þetta fyrr en eftir kosningar
Hvað sem öllum taugatitringi líður og yfirlýsingum talsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna um kaffibandalagið er ljóst, að bandalagið stendur á meðan ekki brýtur formlega á einhverjum mikilvægum málum. Og á það reynir ekki að fullu fyrr en eftir kosningar. Fram að kosningum verður aðeins um vægar skilmingar að ræða innan bandalagsins.
Málflutningur Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum virðist að hluta til byggður á misskilningi. Eitt aðalatriðið í máli frjálslyndra er, að þeir vilji fresta komu vinnuafls hingað frá EES og beita í því skyni undanþáguákvæðum EES samningsins. En það er ekki unnt að láta þessi ákvæði virka til baka. Það er einungis unnt að beita aðlögunarákvæðum og fá frest gagnvart þeim ríkjum, sem eru að ganga inn í ESB en ekki gagnvart þeim,sem þegar eru komin inn.Önnur undanþáguákvæði eiga hér ekki við. Þegar frjályndir átta sig á þessu verður ekki um mikinn ágreining að ræða.Það verður auðvelt að ná samkomulagi um einhvern aðlögunartíma vegna vinnuafls frá ríkjum,sem eru að ganga inn í ESB.
Björgvin Guðmundsson |