Guðmundur Ólafsson,hagfræðingur,ræddi launabilið í þjóðfélaginu á Útvarpi Sögu í gær,9.janúar. Hann sagði,að launabilið væri alltaf að aukast í þjóðfélaginu og það stefndi nú í að verða eins mikið og í Bandaríkjunum en þar er það einna mest í heiminum.Guðmundur vék að rannsóknum Stefáns Ólafssonar prófessors og sagði,að Stefán hefði bent á,að velferðarkerfið hér væri að stefna í átt til þess að verða eins og í Bandaríkjunum, þar sem það væri einna lakast.Velferðarklerfið hér væri að fjarlægjast velferðarkerfið á hinum Norðurlöndunum þar sem það væri sennilega best í heiminum.
Hafa eyðilagt almannatryggingarnar
Guðmundur Ólafsson hreyfði hér mikilvægum og athyglisverðum staðreyndum. Og það er alveg ljós,að aukin misskipting í þjóðfélaginu,aukið launabil, verður mesta átakamál stjórnmálanna á næstunni og í þingkosningunum á næsta ári. Stjórnarflokkarnir,sem fara með völd í landinu hafa á . rúmum 10 árum skapað hér þjóðfélag misskiptingar. Þeir hafa eyðilagt almannatryggingakerfið og níðst á öryrkjum,eldri borgurum og einstæðum mæðrum.Öryrkjar hafa orðið að sækja stjórnarskrárvarinn rétt sinn til dómstólanna í tvígang. Hvergi í öðrum Vestuurlöndum hefur ríkisstjórn lagst svo lágt að níðast á öryrkjum og eldri borgurum eins og hér á landi.Það er orðin alger nauðsyn að koma þessari ríkisstjórn frá.
Björgvin Guðmundsson |