Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Dýrkeyptur hégómi.Grein frá 2003,sbr. grein Jóns Bjarnasonar í Fréttabl. 13.jan.

föstudagur, 5. desember 2003

 

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur tekið við
völdum. Í rauninni er hér um framlengingu á sömu ríkisstjórn og áður að ræða
með 2 mannabreytingum. Óánægja er innan Framsóknarflokksins með það, að
gengið skuli hafa verið framhjá reyndum þingmönnum eins og Kristni
H.Gunnarssyni og Jónínu Bjartmarz við val á nýjum ráðherra.Það   hefur verið
staðfest,sem búist var við,að Framsókn mundi framlengja völd
Sjálfstæðisflokksins í 4 ár í viðbót.Í fréttum um framhald
stjórnarsamstarfsins  hefur mikið borið á frásögnum af stólaskiptum í
ríkisstjórninni en minna borið  á fréttum af málefnum.

Davíð stjórnar í aftursætinu

 Mest hefur borið á þeirri frétt,að Davíð Oddsson muni láta af embætti
forsætisráðherra um miðjan september 2004 og þá taka við embætti
utanríkisráðherra eða fjármálaráðherra. Framsókn fær þá forsætisráðherrann
og lætur af hendi 3 ráðuneyti:Utanríkisráðuneyti,umhverfisráðuneyti og
Hagstofu Íslands (ígildi ráðuneytis).Það síðast nefnda er eina fagráðuneytið
sem heyrt hefur undir forsætisráðherra. Eftir þessa breytingu verða
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins 7 en ráðherrar Framsóknar 5.Það verður því
dýrt fyrir Framsókn að fá að sitja við borðsendann á ríkisstjórnarfundum.Það
kostar flokkinn mörg ráðuneyti.Segja má,að krafa Framsóknarflokksins um að
fá að stjórna ríkisstjórnarfundum  sé  til marks um hégómlegan metnað 17%
flokks.Það verður dýrkeyptur hégómi.Völd flokksins munu minnka í
ríkisstjórninni við það að missa mörg mikilvæg ráðuneyti.Og völd
forsætisráðherra verða lítil  sem engin eftir 15.september 2004 með Davíð í
aftursætinu. Hann mun áfram halda um taumana.


Umbun fyrir dygga þjónustu

  Sjálfstæðisflokkurinn telur sig vera að veita Framsókn umbun fyrir dygga
þjónustu sl. 8 ár.Það mátti lesa úr orðum Davíðs. Framsókn hefur verið traust hækja  Sjálfstæðisflokksins á þessu tímabili. Framsókn hefur engu
ráðið en stutt Sjálfstæðisflokkinn í blindni.Fyrir það er Davíð Oddsson nú
þakklátur.
 Davíð hefur sem forsætisráðherra fyrst og fremst haft mikil völd vegna þess
hve Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft mikinn atkvæðastyrk í kosningum.Í
þingkosningunum 1999 fékk Sjálfstæðisflokkurinn yfir 40% atkvæða.( Nú 33%).
Í krafti þessa styrks réði Davíð öllu í ríkisstjórninni og Framsókn hafði
lítil sem engin áhrif..Hvað eftir annað valtaði Davíð yfir Halldór. Framsókn
er nú aðeins 17%. flokkur og veikur aðili í ríkisstjórninni.Halldór mun því
ekki fá nein sambærileg völd og Davíð hafði.Völd Halldórs sem
forsætisráðherra verða mjög lítil.Hann mun njóta virðingar  en ekki valda
sem forsætisráðherra..Hagstofan verður tekin af honum!

  Velferðarkerfið skert?

 Stefna ríkisstjórnarinnar verður að mestu leyti óbreytt. Fram kemur,að
Sjálfstæðisflokkurinn muni ráða stefnunni í skattamálum og Framsókn hafi
samþykkt hana þrátt fyrir yfirlýsingar í kosningabaráttunni um að  ekki væri
unnt að framkvæma skattatillögur Sjálfstæðisflokksins án þess að skerða
velferðarkerfið.Framsókn sagði í kosningabaráttunni,að flokkurinn mundi ekki
samþykkja niðurskurð í velferðarkerfinu og væri því andvígur skattatillögum
Sjálfstæðisflokksins. Nú er þetta kosningaloforð Framsóknar gleymt. Litlu
sem engu verður breytt í  sjávarútvegsmálum. Kvótabraskið mun halda áfram.
Misskiptingin er staðfest. Rætt er um að  athuga auknar veiðiheimildir
byggðarlaga og ívilnun línubáta. En kvótakóngarnir munu halda veiðiheimildum
sínum án þess að ríkið láti þá greiða fyrir þær. Hið lága auðlindagjald
skiptir engu máli í þessu sambandi. Aðeins fyrningarleiðin getur leiðrétt
það ranglæti,sem ríkir í kvótakerfinu. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um
aðgerðir í málefnum aldraðra,öryrkja og fatlaðra er í véfréttastíl. Talað er
um að tryggja hag þessara  hópa en ekki  á hvern hátt.Fyrir 4 árum var
svipað loforð gefið. En það var svikið.Kjör þessara hópa drógust aftur úr
kjörum þeirra lægst launuðu á almennum vinnumarkaði.

 Völd á fölskum forsendum

 Ekkert hefur komið fram hvenær eigi að lækka tekjuskattinn.Framsókn
segir,að það verði ekki á næsta ári.Helst er að skilja á stjórnarherrunum,að
það verði gert í lok kjörtímabilsins. Seðlabankinn varar við skattalækkunum
án niðurskurðar ríkisútgjalda á móti og segir,að ef sú leið verði ekki farin
þurfi að hækka vexti mikið. Það á því enn alveg eftir að koma  í ljós hvort
ríkisstjórnin efnir loforð sitt um lækkun tekjuskatts.Líklegast er að það
verði svikið.
Þjóðin mun fylgjast náið með því hvort ríkisstjórnin efnir  öll
kosningaloforðin. Segja má,að stjórnarflokkarnir haldi völdunum á fölskum
forsendum. Einkum á þetta við um Framsóknarflokkinn, sem lét í
kosningabaráttunni eins og hann væri í stjórnarandstöðu,gagnrýndi
húsnæðiskerfið,sem hann bar sjálfur ábyrgð á, og gagnrýndi skattatillögur
Sjálfstæðisflokksins,sem Framsókn sagði,að mundu skerða velferðarkerfið. Nú
samþykkir Framsókn óbreyttar  skattatillögur frá Sjálfstæðisflokknum,sem
flokkurinn var á móti í kosningabaráttunni. Og almennt er álitið að Framsókn
hafi einmitt unnið atkvæði á endasprettinum með því að gagnrýna
skattatillögur Sjálfstæðisflokksins. Það eru því hrein svik við kjósendur
að Framsókn skuli nú samþykkja þessar sömu tillögur.

Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur

 

Birt í Mbl. 2003




N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn