Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Stjórnvöld að tefja lækkun matvælaverðs!

laugardagur, 7. janúar 2006

 

 

Forsætisráðherra skýrði frá því í áramótaávarpi,að hann ætlaði að skipa nefnd til þess að athuga með lækkun matvælaverðs hér á landi en upplýst hefur verið að það er rúmlega 40% hærra en í löndum Evrópusambandsins. Ýmsir hafa fagnað þessari nefndarskipun og talið,að nú væri stórum áfanga náð. En er það rétt? Nei því miður. Þessi nefndarskipun er einungis til þess fallin að slá ryki í augu almennings og til þess að tefja málið.

 

 Tillaga Rannveigar Guðmundsdóttur

 

Fyrir nokkrum árum flutti Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður þingsályktunartillögu á alþingi um athugun á hinu háa matvælaverði hér á landi og hvaða ráðstafanir mætti gera til þess að lækka það. Hefur Rannveig hvað eftir annað  tekið þetta mál upp á alþingi og gert samanburð á matvælaverði hér og í löndum ESB en hún hefur ítrekað bent á ,að matvælaverð væri hér mikið hærra en hjá ESB.

 

 Athugun á vegum alþingis

 

Tillaga Rannveigar um athugun á matvælaverði hér og erlendis var samþykkt. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var falin athugun málsins og skilaði stofnunin ítarlegri skýrslu um málið. Þar koma allar staðreyndir málsins fram,ástæður hærra matvælaverðs hér en í löndum ESB,hvaða ráðstafanir megi gera til þess að lækka matarverðið o.s.frv.Sl. haust tók Rannveig mál þetta enn upp á alþingi en þá  hafði forsætisráðherra engan áhuga á málinu og vildi ekkert gera! Hvað er hér á seyði? Hvers vegna er verið að skipa nýja nefnd til þess að rannsaka það,sem er áður búið að rannsaka hjá Hagfræðistofnun? Er verið að tefja málið? Eða er verið að slá ryki í augu almennings?Þetta eru forkastanleg vinnubrögð. Það er engu líkara en að tilgangurinn með þessu sjónaspili sé sá að tefja málið,þar eð ekkert gerist í lækkun matarverðs á meðan nefndin er að störfum.

 

Alþingi hundsað

 

Forsætisráðherra er hér að hundsa alþingi. Í stað þess að framkvæma skýrslu Hagfræðistofnunar og hefjast handa við að lækka matarverðið er skipuð ný nefnd til þess að fjalla um allt það sama og áður hefur verið fjallað um. Þetta er alger skrípaleikur og almenningur hlýtur að sjá í gegnum þetta sjónarspil.Það vantar algerlega viljann til aðgerða.Þess vegna er reynt að svæfa málið í nefnd!

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu 9.feb. 2006



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn