Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Stjórnarskrárbrot að sjá eldri borgurum ekki fyrir hjúkrun

mánudagur, 24. apríl 2006

 

 

 

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður ritar grein í Morgunblaðið 10.apríl 2006 um málefni eldri borgara. Þar bendir hann á, samkvæmt stjórnarskránni beri ríkinu skylda til þess veita öldruðum,sem þess þurfa, aðstoð vegna sjúkleika og elli. Þar dugi engin undanbrögð varðandi fjárskort eða aðrar afsakanir. Þetta séu stjórnarskrárvarin mannéttindi eldri borgara og það alvarlegt mál brjóta stjórnarskrána og brjóta mannréttindi á eldri borgurum.En það er einmitt það, sem er  verið   gera í dag.

 

Dýrara fyrir ríkið fresta lausn vandans

 

 Ragnar Aðalsteinsson er fróðastur allra hér á landi um mannréttindamál og hann er mikilsvirtur lögfræðingur,sem þekkir stjórnarskrá lýðveldisins vel.Ljóst er samkvæmt grein Ragnars, ef ófaglærðir starfsmenn hjúkrunarheimila  og  elliheimila ganga út vegna bágra launakjara ber stjórnvöldum skylda til þess grípa strax til annarra úrræða til þess veita eldri borgurum hjúkrunarrými og  umönnun,sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá.:Það yrði mun dýrara fyrir ríkið fara þá leið heldur en leysa strax vanda ófaglærða  og hækka

laun þeirra.

 

Ríkið tók 2,5 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra til reksturs

 

 Fyrir skömmu skýrði ég frá því í grein í Mbl.,   ríkið hefði tekið 2,5 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra og notað í rekstur. Sjóðurinn var stofnaður til þess fjármagna byggingu hjúkrunarheimila  fyrir aldraða. Ég fór fram á, ríkið skilaði þessum fjármunum. Það er engin miskunn hjá Tryggingastofnun  við innheimtu fjármuna, sem stofnunin telur,að eldri borgarar hafi fengið  ofgreidda. Hið sama hlýtur gilda við innheimtu  fjármuna frá ríkinu.Eldri borgarar  vilja endurgreidda  þessa 2,5 milljarða, sem ríkið tók úr framkvæmdasjóði aldraðra til annarra þarfa en framkvæmda. fjárhæð færi langt í leysa vandann varðandi byggingu hjúkrunarheimila.

 

Ríkið hafði 40 milljarða af eldri borgurum á 11 árum

 

  Ég hefi einnig sýnt fram á það í greinum hér í Mbl. og  í öðrum fjölmiðlum,að ríkið hafði 40 milljarða af eldri borgurum á liðnum 11 árum vegna þess lífeyrir  eldri borgara frá Tryggingastofnun hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna eins og lofað var af ríkisstjórn 1995. Þetta eru gífurlega miklir fjármunir og  kjör eldri borgara væru allt önnur í dag en þau eru, ef ríkisstjórnin hefði staðið við loforðið, sem hún gaf 1995, þegar hún sleit tengslin milli lífeyrir eldri borgara og lágmarkslauna.

 

Samþykktir landsfundar sviknar

 

 Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt   hætta ætti tekjutengingu grunnlífeyris eldri borgara og stefna afnámi allra tekjutenginga bóta eldri borgara. Ekkert hefur verið gert í þessu máli. Sjálfsagt hefur þessi ályktun aðeins verið sýndarmennska.Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson borgarfulltrúi gagnrýnir flokkforustu Sjálfstæðisflokksins harðlega fyrir standa ekki við þessa ályktun flokksins. Mbl. tekur undir  þá gagnrýni. Tekjutengingar lífeyris eldri borgara valda þeim miklu tjóni og tímabært er afnema þær mestu eða öllu leyti.T.d. ætti strax afnema skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna tekna úr lífeyrissjóði og  draga ætti stórlega úr skerðingum vegna fjármagnstekna. Fyrst og fremst ætti þó auka stórlega möguleika eldri borgara á vinna sér inn nokkrar aukatekjur án þess lífeyrir þeirra frá Tryggingastofnun væri skertur.

 Í Svíþjóð eru engar tekjutengingar við lífeyri eldri borgara frá Tryggingastofnun. Stjórnvöld guma mikið af góðu ástandi hér og því hvað Íslendingar séu ríkir. Við ættum því geta afnumið tekjutengingar eins og Svíar. Við getum framkvæmt slíka breytingu í áföngum.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 23.apríl 2006




N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn