Það styttist nú í þingkosningar.Stjórnmálaflokkarnir vígbúast af kappi. Samfylkingin er tilbúin í slaginn. Gífurleg málefnavinna hefur verið unnin í Samfylkingunni. T.d. hefur algerlega ný stefna verið samin í umhverfismálum og það mál undirbúið mjög vel. Í flestum öðrum málaflokkum hefur mikil vinna verið unnin við stefnumótun. Samfylkingin er mikið betur búin undir alþingiskosningar nú en fyrir 4 árum.
Hlé á stóriðjuframkvæmdum
Fagra Ísland, stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum, er hið merkasta plagg. Kjarni stefnunnar er sá, rétta beri hlut náttúruverndar gagnvart hagsmunum stóriðju og að úttekt verði gerð á virkjana- og stóriðjukostum landsmanna. Á meðan sú úttekt fari fram verði gert hlé á frekari framkvæmdum á þessu sviði. Þetta er róttæk en skynsamleg stefna.Það er ekki unnt að halda áfram á sömu braut og áður. Við getum ekki haldið áfram að virkja óheft alla helstu fossa landsins með öllu .því raski á náttúru landsins sem því fylgir. Við þurfum einnig að staldra við og athuga hvort ekki eru komnar nægilega margar stóriðnaðarverksmiðjur. Við þurfum að huga að nýjum iðnaði, úrvinnslu og nýsköpun.Mikil tækifæri eru í hugbúnaðargeiranum.
Leiðrétta þarf misskiptinguna
Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að leiðrétta misskiptinguna í þjóðfélaginu. Ójöfnuður og misskiptimng hefur stóraukist á því tímabili, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa farið með völd. Samfylkingin vill stórbæta kjör aldraðra, öryrkja og þeirra,sem verst hafa kjörin Samfylkingin hefur skýra stefnu í utanríkismálum. Flokkurinn vill sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta reyna á það hvort þjóðin nær nægilega hagstæðum samningi í samningaviðræðum við ESB. Byrjað verði á því að ákveða samningsmarkmiðin.Áður en þjóðin gerist aðili að ESB verði samningur sá, sem við eigum kost á,lagður undir þjóðaratkvæði. Í öryggis-og varnarmálum vill Samfylkingin leita samstarf við Evrópu. Samfylkingin vill endurskoða kvótakerfið í sjávarútvegmálum.
Ríkisstjórnin klofin í afstöðunni til ESB
Mestu átakamálin í næstu kosningum verða málefni aldraðra og öryrkja og misskiptingin í þjóðfélaginu. Einnig verður tekist á um afstöðuna til Evrópusambandsins en í því máli er Samfylkingin eini flokkurinn,sem hefur skýra stefnu. Um leið og þjóðin ákveður í þjóðaratkvæðagreiðslu að gerast aðili að ESB verður Evra tekin upp hér á landi. Það er ekki unnt að taka upp Evru nema að gerast aðili að ESB. Framsókn er klofin í afstöðunni til ESB. Valgerður er jákvæð gagnvart ESB og talar jákvætt gagnvart því að taka upp Evru.. Jón Sigurðsson formaður Framsóknar er á móti. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir enn stenfu Davíðs gagnvart ESB, þ.e. þeirri stefnu að tala ekki um ESB. Og þá sjaldan Sjálfstæðismenn tala um ESB tala þeir eins og Davíð hefði viljað, þ.e. á móti ESB. Ríkisstjórnin er greinilega klofin í afstöðunni til ESB.
Stefna stjórnarinnar í varnarmálum óskýr
Stefna ríkisstjórnarinnar í öryggis-og varnarmálum er mjög óskýr. Sjálfstæðisflokkurinn lætur sem hann vilji halla sér að Bandaríkjunum í varnarmálum enda þótt bandaríski herinn sé farinn. Framsókn vill greinlega taka upp samstarf við Evrópuþjóðir eins og Samfylkingin en aðgerðir utanríkisráðherra í þá áttina eru fálmkenndar.
Niðurstaðan er þessi: Stefna Samfylkingarinnar í öllum helsu málum er skýr. Stefna stjórnarflokkanna er óskýr. Og þeir eru klofnir í mörgum málum.
Björgvin Guðmundsson |