Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Stefna Samfylkingarinnar er skýr

mánudagur, 22. janúar 2007

 

 

Það styttist nú í þingkosningar.Stjórnmálaflokkarnir vígbúast af kappi. Samfylkingin er tilbúin í slaginn. Gífurleg málefnavinna hefur verið unnin í Samfylkingunni. T.d. hefur algerlega ný stefna verið samin í umhverfismálum og það mál undirbúið mjög vel. Í flestum öðrum málaflokkum hefur mikil vinna verið unnin við stefnumótun. Samfylkingin er mikið betur búin undir alþingiskosningar nú en fyrir 4 árum.

 

Hlé á stóriðjuframkvæmdum

 

Fagra Ísland, stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum, er hið merkasta plagg. Kjarni stefnunnar er sá, rétta beri hlut náttúruverndar gagnvart hagsmunum stóriðju og að úttekt verði gerð á  virkjana- og stóriðjukostum landsmanna. Á meðan sú úttekt fari fram verði gert hlé á  frekari framkvæmdum á þessu sviði. Þetta er róttæk en skynsamleg stefna.Það er ekki unnt að halda áfram á sömu braut  og áður. Við getum ekki haldið áfram að virkja óheft alla helstu fossa landsins með öllu .því raski  á náttúru landsins sem  því fylgir. Við þurfum einnig að staldra við  og athuga hvort  ekki eru komnar nægilega margar stóriðnaðarverksmiðjur. Við þurfum að huga að nýjum iðnaði, úrvinnslu og nýsköpun.Mikil tækifæri eru í hugbúnaðargeiranum.

 

Leiðrétta þarf misskiptinguna

 

 Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að  leiðrétta misskiptinguna í þjóðfélaginu. Ójöfnuður og misskiptimng hefur stóraukist á því tímabili, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa farið með völd. Samfylkingin vill stórbæta kjör aldraðra, öryrkja og þeirra,sem verst hafa kjörin Samfylkingin hefur skýra stefnu í utanríkismálum. Flokkurinn vill  sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta reyna á það hvort þjóðin nær nægilega hagstæðum samningi í samningaviðræðum við ESB. Byrjað verði á því að ákveða samningsmarkmiðin.Áður en þjóðin gerist aðili að ESB verði samningur sá, sem við eigum kost á,lagður undir þjóðaratkvæði. Í öryggis-og varnarmálum vill Samfylkingin leita samstarf við Evrópu. Samfylkingin vill endurskoða kvótakerfið í sjávarútvegmálum.

 

Ríkisstjórnin klofin í afstöðunni til ESB

 

 Mestu átakamálin í næstu kosningum  verða málefni aldraðra og öryrkja og misskiptingin í þjóðfélaginu. Einnig verður tekist á um afstöðuna til Evrópusambandsins en í því máli er Samfylkingin eini flokkurinn,sem hefur skýra stefnu. Um leið og þjóðin ákveður í þjóðaratkvæðagreiðslu að gerast aðili að ESB verður Evra tekin upp hér á landi. Það er ekki unnt að taka upp Evru nema að gerast aðili að ESB. Framsókn er klofin í afstöðunni til ESB. Valgerður er jákvæð gagnvart ESB og talar jákvætt gagnvart því að taka upp Evru.. Jón Sigurðsson formaður Framsóknar er á móti. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir enn stenfu Davíðs gagnvart ESB, þ.e. þeirri stefnu að tala ekki um ESB. Og þá sjaldan Sjálfstæðismenn tala um ESB tala þeir eins og Davíð hefði viljað, þ.e. á móti ESB. Ríkisstjórnin er greinilega klofin í afstöðunni til ESB.

 

Stefna stjórnarinnar í varnarmálum óskýr

 

 Stefna ríkisstjórnarinnar í öryggis-og varnarmálum er mjög óskýr. Sjálfstæðisflokkurinn  lætur sem hann vilji halla sér að Bandaríkjunum í varnarmálum enda þótt bandaríski herinn sé farinn. Framsókn vill greinlega taka upp samstarf við Evrópuþjóðir eins og  Samfylkingin  en aðgerðir utanríkisráðherra í þá áttina eru fálmkenndar.

 Niðurstaðan er þessi: Stefna Samfylkingarinnar í öllum helsu málum er skýr. Stefna stjórnarflokkanna er óskýr. Og þeir eru klofnir í mörgum málum.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn