|
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisinsmiðvikudagur, 12. júlí 2017
| Almannatryggingar voru stofnaðar 1946.Ríkisstjórn Alþýðuflokksins,Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, svo kölluð nýsköpunarastjórn, kom tryggingunum á fót. Forsætisráðherra var Ólafur Thors,formaður Sjálfstæðisflokksins.Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla, án tillits til stéttar eða efnahags.Og hann sagði, að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu rök slíkra trygginga í Vestur-Evrópu.Þetta voru skýr og ákveðin markmið. Almannatryggingarnar áttu því ekki að vera nein fátækraframfærsla.Þær áttu að vera fyrir alla.Almannatryggingarnar voru fyrsta stoð velferðar- og lífeyriskerfis á Íslandi.
En ýmsir stjórnmálamenn á Íslandi hafa viljað breyta þessu.Þeir hafa viljað breyta almannatryggingum í einhvers konar fátækraframfærslu og eftir að lífeyrissjóðirnir efldust tala þeir um að lífeyrissjóðirnr eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins og almannatryggingar önnur stoðin.Einn þeirra, sem talar á þessum nótum, er félagsmálaráðherra Viðreisnar , Þorsteinn Víglundsson.En það hefur ekki verið samþykkt á alþingi, að lífeyrissjóðirnir eigi að vera fyrsta stoð lífeyriskerfisins.Upphaflegt markmið almannatrygginga er enn í fullu gildi.Almannatryggingar eiga að vera fyrir alla. Þeir,sem eru eldri borgarar í dag,byrjuðu að greiða til almannatrygginga 16 ára gamlir.Þá var lagt á sérstak t tryggingagjald, sem rann til almannatrygginga.Síðan greiddu þeir einnig til almannatrygginga gegnum skattakerfið.Þeir,sem greitt hafa til almannatrygginga alla sína starfsævi, eiga það inni að fá greitt úr almannatryggingum, þegar þeir fara á eftirlaun.En stjórnvöld felldu niður grunnlífeyrinn um síðustu áramót og strikuðu þar með 4500 manns út úr almannatryggingum.
Hvers vegna vilja misvitrir stjórnmálamenn, að lífeyrissjóðirnir verði fyrsta stoð lífeyriskerfisins en ekki almannatryggingar ? Það er vegna þess, að þeir vilja láta eldri borgara greiða sinn lífeyri sjálfa.Tölfræði sýnir,að nú þegar er það svo, að eldri borgarar á Íslandi greiða meiri hluta lífeyris síns sjálfir gegnum lífeyrissjóðina og mun stærri hluta en gerist á hinum Norðurlöndunum.Samt leggur ríkið á Íslandi miklu minna til almannatrygginga en gerist á hinum Norðurlöndunum. Og tekjutengingar eru miklu meiri í tryggingakerfinu hér en gerist á hinum Norðurlöndunum.En hægri mönnum hér finnst ekki nóg að gert i þessu efni. Þeir vilja að eldri borgarar sjálfir greiði allan pakkann.
Stórfelld skerðing á tryggingalífeyri þeirra eldri borgara,sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði, er liður í því að koma allri eftirlaunabyrðinni yfir á eldri borgara sjálfa.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því,að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar.Það var ekki inni í myndinni, að þeir myndu valda skerðingu tryggingalífeyris.Það var óskráð samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar.Stjórnvöld hafa svikið þetta samkomulag með því að seilast bakdyramegin í lífeyrissjóðina.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Fréttablaðinu 12.júlí 2o17
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|