Hjálmar Árnason sagði í Silfri Egils sl. sunnudag,að að til greina kæmi að Ísland endurskoðaði stefnuna í Íraksmálinu. Ísland hefði fengið rangar upplýsingar.Egill Helgason gékk á Hjálmar og spurði hvort taka ætti Ísland af lista hinna staðföstu ríkja. Hjálmar hikaði í fyrstu.En þegar Egill gékk á hann svaraði Hjálmar: Svar mitt er já.Mér finnst það koma til greina.
Hann fékk bágt fyrir hjá forustumönnum ríkisstjórnarinnar,forsætis-og utanríkisráðherra. Hjálmar byrjaði því að draga í land í gær og sagði,að orð sín hefðu verið oftúlkuð.
Það var mikil bjartsýni hjá Hjálmari að halda að menn mættu hafa sjálfstæða skoðun í
Framsóknarflokknum.
SPURNINGIN ER ÞESSI: VERÐUR HJÁLMARI VIKIÐ ÚR NEFNDUM ÞINGSINS FYRI R AÐ ÓHLÝÐNAST FORINGJANUM! ÞAÐ VARÐ HLUTSKIPTI KRISTINS GUNNARSSONAR FYRIR SÖMU SAKIR.
:
|