Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Breytingarnar á ríkisstjórninni styrktu ekki stjórnina

þriðjudagur, 31. janúar 2012

Breytingar þær, sem gerðar voru á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um síðustu áramót,mælast misjafnlega fyrir.Lengi hafði verið reiknað með, að Jón Bjarnason mundi yfirgefa stjórnina en öðru máli gegnir með brotthvarf Árna Páls Árnasonar úr stjórninni.Árni Páll var að byggja upp nýtt ráðuneyti, efnahags-og viðskiptaráðuneyti,sem sérstök áhersla var lögð á í stjórnarsáttmálanum.Hann hafði staðið sig nokkuð vel sem ráðherra efnahags-og viðskiptamála og því voru engin rök fyrir því að láta hann víkja úr stjórninni.Jón Bjarnason var hins vegar mjög umdeildur sem sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra.Að mínu mati kom tvennt til greina í máli Jóns Bjarnsonar: Að færa hann til innan stjórnarinnar eða að láta hann víkja.Þau Jóhanna og Steingrímur völdu síðari kostinn.En að mínu mati hefði alveg eins mátt fara fyrri leiðina til þess að komast hjá því að láta Árna Pál eða annan ráðherra Samfylkingar hætta. Það hefði til dæmis mátt færa Jón Bjarnason í umhverfisráðuneytið og láta Svandísi Svavarsdóttur taka við nýju atvinnuvegaráðuneyti.

 

Breytingarnar á ríkisstjórninni áttu að verða til þess að styrkja hana.En áhrifin eru þveröfug.Stjórnin er veikari á eftir en áður.Það er mikil óánægja innan Samfylkingar með breytinguna.Óánægjan er það mikil, að hópur Samfylkingarfólks vill flýta landsfundi Samfylkingarinnar og hafa fundinn annað hvort í vor eða næsta haust.Gangi það eftir mun ný forusta Samfylkingarinnar verða kosin á þeim landsfundi.En auk þess bætist það við, sem er enn alvarlegra, að meirihluti ríkisstjórnarinnar er í hættu eftir breytingarnar á ríkisstjórninni. Alls óvíst er, að Jón Bjarnason styðji ríkisstjórnina eftir að hann var settur út úr henni.Breytingin á stjórninni nú virðist hafa verið vanhugsuð.Upphaflega var ráðgert, að Katrín Júlíusdóttir færi úr stjórninni um leið og iðnaðarráðuneytið félli undir hið nýja atvinnuvegaráðuneyti. En fallið var frá því.Katrín hefur staðið sig vel sem iðnaðarráðherra og það hefur áreiðanlega átt þátt í því að fallið var frá því að láta hana hætta.

 

Málefnin, sem ríkisstjórnin berst fyrir og kemur í framkvæmd, skipta meira máli en þeir menn, sem sitja í stjórninni.Stærsta kosningamál ríkisstjórnarinnar, kvótamálið, er í uppnámi. Það er ekki eingöngu sök Jóns Bjarnasonar heldur einnig sök svokallaðrar “sáttanefndar”, sem var undir stjórn Guðbjarts Hannessonar og vék algerlega frá þeirri stefnu, sem stjórnarflokkarnir mörkuðu í síðustu kosningum.Stjórnarflokkarnir boðuðu fyrningu aflaheimilda á 20 árum og að kvótum yrði úthlutað á ný á sanngjarnan og réttlátan hátt.”Sáttanefndin” lagði til að útgerðarmenn ( núverandi handhafar kvótanna) fengju langan nýtingartíma aflaheimilda.Þessi tillaga átti ekkert skylt við fyrningarleiðina og var ekkert annað en svik á kosningaloforðum stjórnarflokkanna.Eftir er að sjá hvernig ríkisstjórnin klórar sig út úr þessu máli. Það breytir ekki miklu í þessu sambandi, að Steingrímur J. Sigfússon hafi tekið við málinu af Jóni Bjarnasyni.Mér finnst þeir báðir hafa dregið lappirnar í kvótamálinu og í rauninni hefur öll ríkisstjórnin gert það. Ekki kemur til greina að afhenda kvótahöfum aflaheimildirnar í 15-23 ár eða í lengri tíma.Það eina,sem kemur til greina nú er að setja mestallar aflaheimildirnar á frjálsan uppboðsmarkað.Það er raunar í samræmi við tillögu stjórnalagaráðs.Ef ekki næst samkomulag um þá leið í stjórnarflokkunum er best að hafa kerfið óbreytt, það er úthlutun til eins árs í senn en stórhækka veiðigjaldið.Útgerðarmenn geta greitt jafnhátt veiðigjald hér og þeir greiða í Barentshafi.

 

Ríkisstjórnin talar mikið um, að hún hafi varið velferðarkerfið.En það er ekki alls kostar rétt.Hún hefur skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu og hún hefur einnig skorið niður innan almannatrygginga.Ríkisstjórnin hefur skert bætur aldraðra og öryrkja.Stjórnin segir,að lágmarksframfærslutryggingin hafi haldið í horfinu en það er ekki alveg rétt heldur.Auk þess eru það aðeins um 300 aldraðir einhleypingar, sem njóta lágmarksframfærslutryggingar að fullu.Aldraðir og öryrkjar krefjast þess nú, að kjaraskerðingin,sem tók gildi 1.júlí 2009 verði strax afturkölluð. Það er þegar búið að afturkalla launaskerðingu ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna.Er þá ekki röðin komin að öldruðum og öryrkjum?

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 28.janúar 2012

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn