Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Framsókn að þurkast út?(Fylgið komið í 7%)

fimmtudagur, 21. júlí 2005

Í skoðanakönnunum á þessu ári um fylgi stjórnmálaflokkanna við alþingiskosningar hefur það vakið athygli hve fylgi Framsóknarflokksins hefur mælst lítið.Það hefur aðeins mælst um helmingur þess fylgis,er flokkurinn fékk í síðustu kosningum.Fylgið hefur mælst  undir 10 %.T.d. var fylgið undir 9% í síðustu skoðanakönnun Gallups í byrjun júlí.Á sama tíma hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins mælst meira en í síðustu  kosningum  og hið sama er að segja um Samfylkinguna.

Kjósendur að refsa Framsókn 

 Hver er skýringin á þessu fylgishrapi Framsóknar?Flokkurinn hefur fengið forsætisráðherrann og  hefði mátt ætla að það mundi auka fylgi flokksins en það virðist hafa verið öfugt. Ég tel,að skýringin á þessu sé augljós. Kjósendur eru að refsa Framsókn fyrir langa þjónkun við Sjálfstæðisflokkinn. Og þeir eru að hegna flokknum fyrir  að framlengja völd Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar eftir síðustu kosningar með brellu. Í síðustu þingkosningum voru skilaboð kjósenda skýr:Þeir vildu breytingu. Stjórnarflokkarnir töpuðu báðir fylgi.Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu fylgi  en Framsókn tapaði einnig. Samfylkingin,stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn vann hins vegar verulega á og komst yfir 30% fylgi.En stjórnarflokkarnir gáfu úrslitunum langt nef og Sjálfstæðisflokkurinn  beitti fyrir litla flokkinn,Framsókn, með forsætisráðherrastólnum. Framsókn skyldi fá þann stól,ef hún vildi framlengja völd Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar.Og þetta gekk eftir.Auðvitað voru þetta svik við kjósendur sem höfðu sent skýr skilaboð um að stjórnarskipti skyldu eiga sér stað.En stjórnarflokkarnir fóru sínu fram. Skoðanakannanir sýna,að kjósendur Framsóknar eru ekki ánægðir.Þeir hefðu greinilega viljað,að íhaldssamvinnunni lyki og þeir eru greinilega ekki  ánægðir með,að völd stjórnarinnar skyldu framlengd með “ brellu”.Þess vegna hrynur nú fylgið af Framsókn og það er engu líkara en flokkurinn sé að þurrkast út. Miðað við síðustu skoðanakönnun Gallups hefði formaður Framsóknar ekki náð kjöri í Reykjavík. Fylgi Framsóknar í Reykjavík er komið undir 5%. 

 Ómenguð íhaldsstefna

Margir félagshyggjumenn,sem kosið hafa Framsókn, eru búnir að fá nóg af íhaldsstefnu stjórnarflokkanna: Kjör aldraðra,öryrkja og atvinnulausra eru til skammar og duga hvergi nærri til framfærslu.Fátækt hefur aukist í landinu.Misskipting hefur stóraukist.Miklir fjármunir hafa fluttst til fárra ríkra  gegnum hið rangláta kvótakerfi í sjávarútveginum og með framkvæmd græðgisstefnunnar í atvinnulífinu. Skattar hafa verið stórlækkaðir á atvinnurekendum en hafa í raun hækkað á launafólki. Valdníðsla hefur einkennt stjórnarhætti ríkisstjórnarinnar.Embættaveitingar eru pólitískar og vinir og venslamenn látnir sitja fyrir við veitingu embætta.Jafnréttislög og stjórnsýslulög hafa verið brotin við embættaveitingar. Helmingaskiptareglu stjórnarflokkanna hefur verið fylgt við einkavæðingu bankanna og eðlilegar starfsreglur brotnar.Það er eðlilegt að fyrrum kjósendur Framsóknar hafi fengið nóg af þessum stjórnarháttum.Þess vegna snúa þeir nú baki við Framsókn.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 19.júlí 2005

PS. 20.feb.2006.Skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins er fylgi Framsóknar komið ofan í 7%!



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn