Sjálfstæðisflokkurinn undir forustu Ólafs Thors kom á einokun við útflutning saltfisks.Aðeins einn aðili mátti flyja út allan saltfisk,SÍF. Sú einokun hélst áratugum saman og naut verndar Sjálfstæðisflokksins.Svipað ástand var um langt skeið í útflutningi freðfisks. Tveir hringar höfðu allan útflutninginn í sínum höndum,SÍS og SH. Aðrir fengu ekki að flytja út freðfisk. Sjálfstæðisflokkurinn verndaði þessa fákeppni ( einokun).Eimskipafélag Íslands hafði um langt skeið yfirburðastöðu í skipaflutningum. Eimskip naut verndar Sjálfstæðisflokksins. Olíufélögin þrjú störfuðu áratugum saman eins og einokunarfyrirtæki,hækkuðu alltaf verð á olíu í takt og höfðu samráð sín á milli við útboð og verðlagningu. Þau skiptu hagnaðinum af takmörkun útboða bróðurlega sín á milli.Neytendur báru skaðann. Sjálfstæðisflokkurinn verndaði olíufélögin og vildi ekki blaka við þeim. Sama er ð segja um tryggingafélögin Þar hefur. samkeppni verið takmörkuð verulega með samráði.Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa verndað það ástand.Flugleiðir hafa um langt skeið haft yfirburðastöðu á markaði fyrir samgöngur í lofti og notið mikilla sérréttinda eftir að Flugfélag Íslands og Loftleiðir voru sameinuð.Þar hefur verið á ferðinni mikil takmörkun á samkeppni.
Sjálfstæðismenn talsmenn einokunar
Það var ekki fyrr en við gerðumst aðilar að EES og reglur um frelsi í flugi tóku gildi, að samkeppni jókst í millilandaflugi.Sjálfstæðisflokkurinn gerði aldrei athugasemdir við þessa fákeppni,sem nálgaðist einokun. Morgunblaðið bar ægishjálm yfir alla prentmiðla hér um langt skeið. Ekkert annað blað gat veitt Morgunblaðinu neina verulega samkeppni.Hvað eftir annað var blaðið misnotað í þágu eigenda sinna og Sjálfstæðisflokksins. Blaðið hefur verið eign sjálfstæðismanna og var lengi vel rekið eins og það væri gefið út af Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn lét sér þetta vel líka..Eina blaðið sem veitir Mbl. verulega samkeppni í dag er Fréttablaðið,sem í dag er útbreiddara en Mbl. Ef Fréttablaðið hefði lognast út af eins og hætta var á, væri engin samkeppni í dag á blaðamarkaðnum. Það má því þakka Fréttablaðinu,að í dag er heilbrigð samkeppni á dagblaðamarkaðnum. Sjálfstæðisflokurinn hefur alltaf haldið verndarhendi yfir Mbl og áður yfir Vísi og Dagblaðinu.Öll þessi blöð studdu Sjálfstæðisflokkinn,leynt og ljóst Þess varð ekki vart,að Sjálfstæðisflokkurinn hefði neinar áhyggjur af þessari fákeppni á blaðamarkaðnum. Þannig mætti áfram telja, Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haldið verndarhendi yfir einokunarfyrirtækjum á Íslandi og viðhaldið einokun í vissum greinum. Það er því hlálegt þegar foringjar Sjálfstæðisflokksins þykjast hafa verið einhverjir baráttumenn gegn einkun og auðhringjum. Sjálfstæðismenn hafa verið talsmenn einokunar.
Alþýðuflokkurinn hóf baráttuna gegn einokun
Alþýðuflokkurinn barðist alla tíð gegn einokun og fákeppni og flutti margar tillögur á Alþingi um ráðstafanir gegn skaðlegum fyrirtækjasamtökum. Ein fyrsta tillagan um það mál var flutt af Unnari Stefánssyni,varaþingmanni Alþýðuflokksins.Sjálfstæðisflokkurinn var andvígur þeirri tillögu.Alþýðuflokkurinn flutti margar fleiri tillögur um sama efni en Sjálfstæðisflokkurinn var alltaf andvígur þeim. Flokkurinn var og er varðhundur einokunar. Nú koma foringjar flokksins fram og þykjast vera að berjast gegn “auðhringum” og einokun. Þetta er hlægilegt. Einar Olgeirsson talaði mikið um auðhringa og barðist gegn þeim.Honum var alvara. En þetta orð hefur tæpast heyrst síðan fyrr en nú er foringjar Sjálfstæðisflokksins taka sér þetta orð í munn.Þeir nota orðið í neikvæðri merkingu. Það á að vera slæmt að fyritæki stækki mikið,eflist og dafni. Þetta er ný kenning hjá íhaldinu. Eða er það ef til vill þannig,að þetta á aðeins við, ef fyrirtækin eru ekki Sjálfstæðisflokknum þóknanleg. Ég held að svo sé.
Fyrirtæki mega stækka og eflast
Það er allt í lagi,að fyrirtæki stækki,eflist og blómgist,ef þau fara að settum reglum og ástunda ekki skaðlegar samkeppnishömlur.Það skiptir engu máli hvaða orð stjórnmálamenn kjósa að nota um stór fyrirtæki.Hér hafa ýmsir efnamenn átt hluti í mörgum fyrirtækjum og fyrirtæki hafa átt í öðrum fyrirtækjum.Talað var um “kolkrabbann” eignarhald íhaldsmanna á fjölmörgum fyrirtækjum. Ekki töluðu foringjar íhaldsins þá um auðhringi.Þeir Björgúlfsfeðgar eignuðust Landsbankann,Eimskip og mörg önnur fyrirtæki en foringjar Sjálfstæðisflokksins tala ekki um auðhringi,þegar þeir fjalla um eignir þeirra feðga. KB banki er orðinn gríðarlega öflugt fyrirtæki með miklar eignir í Evrópu. Íhaldið kallar það ekki auðhring.Sömu sögu era ð segja um Íslandsbanka. EnSjálfstæðisflokkurinn notar ekki orðið auðhringur þegar rætt er um Íslandsbanka og fjárfestingar hans. Ekki einu sinni fjárfestingar Bakkavararbræðra fá þetta “heiðursorð” auðhringur,ekki einu sinni þó þeir hafi bætt Símanum í eignasafn sitt. Nei,það er aðeins Bónus og Baugur sem fær þetta “ heiðursyrði” frá foringjum Sjálfstæðisflokksins. Bónus og Baugur er auðhringur,sem er skaðlegur íslensku þjóðfélagi,sagði ” foringi” íhaldsins á nýafstöðnum landsfundi flokksins. Er það vegna þess, að Bónus er hið eina af þessum fyrirtækjum,sem hér hafa verið talin upp,sem hefur lækkað vöruverð í landinu og fært öllum almenningi mikla lífskjarabót?Hvorki Bónus né Baugur hafa ástundað skaðlegar samkeppnishömlur. Tal Sjálfstæðisflokksins um Bónus og Baug er flokknum til skammar. Flokkurinn níðir fyrirtæki þessi niður vegna þess að fyrrum foringja flokksins er persónulega í nöp við fyrirtækið. Þó veit enginn hvað þessi fyrirtæki gerðu á hlut foringjans. Þau gerðu ekkert,nema það að bera ekki undir foringjann það sem þau tóku sér fyrir hendur! Þegar Jón Ásgeir Jóhannesson keypti ásamt Jóni Ólafssyni hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins “gleymdu” þeir að fá leyfi hjá foringjanum! Fyrir bragðið hlutu þeir útskúfun hjá foringjanum. Jón Ólafsson hrökklaðist úr landi en hinn Jóninn má sæta ofsóknum innan lands.Var einhver að tala um frjálst atvinnulíf og frjálsa samkeppni!
Björgvin Guðmundsson
Birt i Morgunbladinu 25.nov.2005 (örlitid breytt)