Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Búið að tala nóg. Tími framkvæmda er kominn

mánudagur, 21. janúar 2008

Fundur 60+ í Hafnarfirði um „Nýja tíma í félagsmálum á Íslandi“ á laugardaginn var feikivel sóttur og þótti afbragsvel heppnaður. Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra var aðalræðumaður á fundinum  og sagði meðal annars að ríkisstjórnin, atvinnurekendur, stéttarfélög og fagfólk í heilbrigðisþjónustu yrðu að vinna saman að því að leysa sem fyrst alvarlegan vanda vegna manneklu í öldrunarþjónustu. Þess væru dæmi að hjúkrunarrými á öldrunarstofnunum stæðu auð vegna þess að starfsfólk skorti, en fjölgun hjúkrunarrýma hefði enga þýðingu ef ekki fengist fólk til hjúkrunarstarfanna.

Jóhanna skýrði einnig frá því ákvæði stjórnarsáttmálans að hraða byggingu 400 hjúkrunarrýma.

Enn hefur ekkert verið gert í því efni. Það er engin spurning, að Jóhanna Sigurðardóttir vill vel í málefnum aldraðra.En það er ekki nóg. Það þarf framkvæmdir. Það gildir það sama um lífeyri aldraðra og ný hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Það hefur ekkert verið gert enn. Það er mikið talað og sagt,að það eigi að framkvæma miklar umbætur í  málefnum aldraðra. En  framkvæmdir vantar. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað? Og þá meina ég ekki að gefa yfirlýsingar eða fyrirheit,heldur að framkvæma hlutina.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn