|
Enga skerðingu lífeyris aldraðra og öryrkjamiðvikudagur, 6. maí 2015
|
Gífurleg óánægja ríkir meðal launþega og sjóðfélaga lífeyrissjóða vegna skerðingar almannatrygginga á lífeyri þeirra eldri borgara, sem eru í lïfeyrissjóðum.Þessi óánægja er svo mikil, að hún nálgast uppreisn gegn sjóðunum.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar.Það var ekki reiknað með því, að lífeyrir aldraðra hjá almannartryggingum mundi skerðast vegna greiðslna ûr lîfeyrissjóði.En það hefur farið á annan veg.Það verður að stöðva þessa skerðingu strax áður en í algert óefni er komið.
Eins og eignaupptaka
Hve mikil er skerðingin? Sá sem hefur 70-100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur ekki nema. um það bil helmingi af þeirri upphæð eða ígildi hennar vegna skerðingar hjá Tryggingastofnun ríkisins.Þetta er mjög ranglátt, þar eð þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð um langa starfsævi líta á lífeyrinn sem sína eign og það er eðlilegt.Þetta er þeirra eign.Það er því líkast því, sem verið sé að taka hluta af eign eldri borgarans eignarnámi.Sá, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, fær lítið minna greittúr kerfinu en sá sem alltaf hefur greitt í sjóðinn.Félag eldri borgara í Reykjavík hefur ályktað, að þetta verði að leiðrétta.Það verði að afnema skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Ef ekki er unnt að gera að í einu lagi verður að gera það í áföngum.
3000 milljarðar í lífeyrissjóðum
Sjóðmyndun í lífeyrissjóðunum er mikil í dag. Það eru nú í kringum 3000 milljarðar í sjóðunum.En á sama tíma og sjóðfélagar eiga svo mikla fjármuni í lífeyrissjóðunum verða margir þeirra að láta sig hafa það að fá sáralítið út úr kerfinu ( lífeyrissjóðum og TR) þegar þeir fara á eftirlaun.Það er ranglátt og verður að leiðrétta það.
Nýjar viðræður nauðsynlegar
En hvernig á að tryggja framgang þessa umbótamáls eldri borgara og annarra brýnna kjaramála aldraðra.Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fóru fulltrúar kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík í alþingishúsið og ræddu við formenn allra þingflokkanna. Einnig ræddu þeir við formenn annarra stjórnmálaflokka.Það varð dágóður árangur af þessum viðræðum:.Hreyfingin flutti frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009.Og Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti frumvarp um að afturkalla hluta kjaraskerðingarinnar.Einnig varð sá árangur af viðræðunum, að ýmis stefnumál og tillögur um kjarabætur lífeyrisþega rötuðu inn í kosningastefnuskrár stjórnarflokkanna.Það þarf greinlega að tala á ný við ráðamenn allra stjórnmálaflokkanna til þess að knýja fram frekari kjarabætur aldraðra og öryrkja og tryggja að staðið verði við öll kosningaloforðin,sem lífeyrisþegum voru gefin.
Björgvin Guðmundsson
formaður kjaranefndar
Félags eldri borgara í Rvk.
Birt í Fréttablaðinu 5.júní 2015
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|