Fjármálaráðuneytið var að birta tölur um hve mikið ellilífeyrir hefði hækkað frá 1996 í samanburði við hækkun neysluverðlags.Segir ráðuneytið,að ellilaun hafi hækkað um 80%
á tímabilinu miðað við 41% hækkun neysluverðlags.Þetta segir þó aðeins hálfa sögu,þar eð lágmarkskaup verkafólks hefur hækkað meira en neysluverðlag og því var lofað,þegar hætt var að láta ellilífeyri hækka sjálfvirkt í samræmi við hækkun lágmarklauna að sú breyting mundi ekki skerða kjör ellilífeyrisþega.Það loforð var svikið.
Gífurleg skerðing á ellilífeyri
Samkvæmt staðtölum Tryggingastofnunar ríkisins 2004 nam lífeyrir aldraðra,grunnlífeyrir,tekjutrygging og eingreiðsla, 61,6 % af lágmarkslaunum verkafólks 2004 en 1988 nam sami lífeyrir aldraðra 79,3 % af lágmarkslaunum.Á þessu tímabili hefur lífeyrir aldraðra,sem hlutfall af lágmarkslaunum, lækkað um 17,7 prósentustig.Árið 1995 nam ellílífeyrir 74,8% af lágmarkslaunum. Það er alveg sama hvort miðað er við 1988 eða 1995 :Það hefur orðið gífurleg skerðing á lífeyri aldraðra miðað við verkfólk á lágmarkslaunum.Þessar tölur tala sínum máli. Tölur fjármálaráðuneytis breyta þar engu um.Ellilífeyrir hefur ekki fylgt breytingum á lágmarkslaunum eins og lofað var 1995 af stjórnvöldum.
Auk þess bætist það við,að skattar á lægstu laun hafa hækkað á þessu tímabili.Áður greiddu ellilífeyrisþegar engan skatt af tekjum sínum en í dag verða þeir að greiða háa skatta.Á sama tíma hafa lyf einnig hækkað mikið í verði og bitnar aukinn lyfjakostnaður með auknum þunga á eldri borgurum.Það er því sama hvar borið er niður: Kjör eldri borgara hafa verið skert.
Björgvin Guðmundsson
Á þessu tímabili hefur lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum lækkað um 17,7 prósentustig.
|