Mikil barátta er nú háð innan Háskólans, einkum. meðal kennara og yfirstjórnar skólans, fyrir því að taka upp skólagjöld. Stúdentar berjast hatrammlega á móti og hafa þúsundir stúdenta mótmælt því harðlega að skólagjöld verði tekin upp.
Jafnaðarmenn á móti
Jafnaðarmenn hafa alltaf verið á móti því,að tekin væru upp skólagjöld í Háskóla Ísland. Þeir vilja að allir hafi jafnan rétt til náms,án tillits til efnahags. Ef tekin verða upp skólagjöld verður erfiðara en áður fyrir efnaminni stúdenta að stunda nám við Háskóla Íslands.
Talsmenn skólagjalda beita nú ýmsum lævíslegum rökum til þess að koma skólagjöldum í gegn. Sagt er,að Lánasjóður ísl. námsmanna geti lánað stúdentum fyrir skólagjöldum og því þurfi þetta ekki að íþyngja nemendum. En þetta er blekking.
Lán þarf að greiða aftur og það eru ekki allir sem vilja taka of mikil lán. Einnig segir rektor,að Háskólinn vilji aðeins fá heimild til þess að innheimta skólagjöld en ekki sé ákveðið hvort þau verði lögð á. Þetta er einnig blekkjandi. Að sjálfsögðu yrðu skólagjöld innheimt,ef heimild fengist fyrir því.
Mundi fjárhagur Háskólans ekki batna?
Það alvarlegasta í þessu máli er þó það,að ekki er víst að fjárhagur Háskólans mundi batna þó lögð yrðu á skólagjöld. Margir telja,að þá mundi ríkið draga úr fjárveitingum til Háskólans,þannig,að Háskólinn stæði í sömu sporum á eftir eins og áður.Best er að standa fast gegn áformum um skólagjöld og láta ekki undan. Að mínu mati er það grundvallaratriði í stefnu jafnaðarmanna,að allir eigi jafna möguleika til náms.Þess vegna má enginn jafnaðarmaður,enginn Samfylkingarmaður láta undan í málinu.
Björgvin Guðmundsson
"Jafnaðarmenn hafa alltaf verið á móti því að tekin væru upp skólagjöld í Háskóla Íslands.Þeir vilja,að allir hafi jafnan rétt til náms án tillits til efnahags.Ef tekin verða upp skólagjöld verður erfiðara en áður fyrir efnaminni stúdenta að stunda nám við Háskóla Íslands."
|