Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lífeyrir aldraðra hækki strax- endurskoðun TR verði frestað

miðvikudagur, 14. nóvember 2012

Frá ársbyrjun 2009 til 2012 hafa lágmarkslaun hækkað um 33% en lífeyrir aldraðra einhleypinga hefur aðeins hækkað um 12,8% á þessu sama tímabili.(þeir,sem hafa aðeins tekjur frá TR ).Lífeyrisþegar hafa dregist aftur úr í kjaraþróuninni. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri aldraðra um 20%.Í lögum um almannatryggingar segir, að við ákvörðun lífeyris eigi að taka mið af þróun kaupgjalds en lífeyrir eigi þó aldrei að hækka minna en nemur hækkun vísitölu neysluverðs. Við þetta var ekki staðið á krepputímanum og því þarf nú að leiðrétta lífeyri aldraðra. Lífeyrir hækki strax um 10% Hvar á að fá peninga fyrir þessari leiðréttingu? Í lok sl. árs voru kjör ráðherra,þingmanna og æðstu embættismanna landsins leiðrétt. Ekki var þá spurt hvar ætti að fá peninga fyrir þeirri leiðréttingu.Það var einfaldlega ákveðið að hækka laun þessara æðstu embættismanna landsins en þau höfðu verið lækkuð tímabundið vegna kreppunnar eins og kjör aldraðra og öryrkja.Ég legg til, að endurskoðun almannatrygginga verði frestað en það látið hafa forgang í staðinn að leiðrétta lífeyri aldraðra.Hækka mætti lífeyri aldraðra í tvennu lagi: Um 10% strax og um 10% eftir 1 ár. Það kostar 5 milljarða að hækka lífeyri aldraðra um 10%.Það er miklu minna en það kostar að framkvæma tillögu starfshóps endurskoðunar almannatrygginga um breytingar á ellilífeyri og breyttum tekjutengingum.Þetta er aðeins spurning um forgangsröð.Síðan þarf að hækka lífeyri öryrkja einnig jafnmikið og lífeyri aldraðra. Kjaraskerðingin tímabundin Að sjálfsögðu þarf einnig að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009. Það verður að standa undir þeirri leiðréttingu með skattahækkun og/eða niðurskurði ríkisúgjalda.Það verður ekki komist hjá þessari leiðréttingu.Það var tekið fram í athugasemdum með frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum 2009, að um tímabundnar ráðstafanir væri að ræða vegna ástandsins í efnahagsmálum en í því frumvarpi var kveðið á um kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja.Ráðherra nefndi 3 ár í því sambandi.Fjögur ár eru liðin frá bankahruni og 3 ár og 4 mánuðir frá lögfestingu kjaraskerðingarinnar.Velferðarstjórninni ber því skylda til þess að afturkalla kjaraskerðinguna nú þegar. Engin kjarabót við endurskoðun TR Það breytir engu þó endurskoðun almannatrygginga frestist í 1-2 ár. Þar er um að ræða sameiningu bótaflokka, sem bætir ekki kjör lífeyrisþega. Einnig er um að ræða nokkra breytingu á tekjutengingum svo sem minni skerðingu framfærsluuppbótar vegna annarra tekna.Á næsta ári vigta breyttar tekjutengingar mjög lítið eða aðeins nokkur þúsund krónur, þar sem mest er.Mun meira munar um afturköllun kjaraskerðingar frá 1.júlí 2009. Stór hópur lífeyrisþega á þá að fá grunnlífeyri á ný en hann nemur að fullu 32 þúsund krónum á mánuði.Og frítekjumark vegna atvinnutekna á að hækka úr 40 þúsund krónum á mánuði í 110 þúsund krónur á mánuði hið minnsta. Ég skora á alþingi að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja.Það má ekki dragast. Björgvin Guðmundsson Birt í Mbl. 14.nóv. 2012


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn