Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Mistök að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007

þriðjudagur, 20. apríl 2010

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra ,sýndi mikið hugrekki er hún steig í ræðustól á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sl. laugardag(17.apríl) til þess að játa mistök,er hún hefði gert.Ingibjörg Sólrún sagði,að hún hefði brugðist sjálfri sér,Samfylkingunni og kjósendum með því að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007 og starfa með þeim í stjórn í tæp 2 ár.Hún kvaðst ekki hafa gætt stefnumála Samfylkingarinnar nægilega vel í þessari stjórn og ekki heldur þeirra mála,er hún hefði lagt áherslu á í Borgarnesræðunni. Vildi fá R-lista stjórn í landsmálum Nokkru áður en umrædd ríkisstjórn var mynduð ritaði ég blaðagrein undir fyrirsögninni:Er ekki röðin komin að R-lista stjórn í landsmálum? Þar leiddi ég rök að því, að Samfylkingin ætti að beita sér fyrir myndun félagshyggjustjórnar,Þ.e. ríkisstjórnar allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins.Ég taldi vonlaust,að Samfylkingin gæti komið fram nauðsynlegum breytingum á þjóðfélaginu í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn og lagðist gegn því að fyrsta ríkisstjórn,sem Samfylkingin tæki þátt í væri ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.Samfylkingin hefði jú verið stofnuð til höfuðs Sjálfstæðisflokknum.En rödd mín í blaðagreininni var eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni.Menn töldu fljótvirkast að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Forustumenn Samfylkingarinnar vildu ólmir komast í ríkisstjórn og meirihluti flokksmanna dansaði með.Það var eins og menn teldu,að Samfylkingin væri að missa af strætisvagninum.En menn sjá í dag eins og Ingibjörg Sólrún, að þetta voru mistök.Samfylkingin átti að halda fast við stefnumál sín og átti ekki að kvika frá stefnu sinni í kvótamálinu.Og í Borgarnesræðunni hreyfði Ingibjörg Sólrún ýmsum mikilvægum málum varðandi breytingar á íslensku þjóðfélagi,sem Samfylkingin hefði betur haldið við. Stjórnin lagfærði kjör aldraðra og öryrkja Ég veit,að Samfylkingin reyndi að koma fram ýmsum mikilvægum stefnumálum sínum,þegar stjórnin með Sjálfstæðisflokknum var mynduð.T.d. voru sett ínn í stjórnarsáttmálann ágæt ákvæði um aðgerðir í málefnum aldraðra. Það var verk Ingibjargar Sólrúnar,að þessi ákvæði um bætt kjör aldraðra fóru inn í sáttmálann.Þar voru róttækari ákvæði um kjarabætur til handa öldruðum en í stjórnarsáttmála sjálfrar "félagshyggjustjórnarinnar" sem nú situr að völdum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og VG eru engin ákvæði um að bæta eigi kjör aldraðra,ekki eitt einasta orð.Við samningu þess stjórnarsáttmála voru að verki menn,sem höfðu aðrar áherslur enda hefur þessi ríkisstjórn skert kjör aldraðra en ekki bætt þau.Þrátt fyrir allt lagfærði ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks nokkuð kjör eldri borgara og öryrkja. Kvótamálinu var ítt út af borðinu Það olli mörgum Samfylkingarmönnum miklum vonbrigðum að kvótamálinu var alveg ítt út af borðinu til þess að unnt væri að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Þetta var eitt stærsta og mikilvægasta mál Samfylkingarinnar.Enda þótt ekki væri mikið rætt um þetta mál í aðdraganda kosninganna 2007 kusu margir Samfylkinguna út á stefnu hennar í kvótamálinu.Menn vildu innkalla veiðiheimildir á ákveðnu tímabili og taka gjald fyrir við endurúthlutun. Völd má ekki kaupa hvaða verði sem er Stjórnmálaflokkar eru vissulega í stjórnmálum til þess að ná völdum og koma stefnumálum sínum í framkvæmd.En þeir mega ekki kaupa völdin hvaða verði sem er.Stjórnarseta Samfylkingar 2007 var of dýru verði keypt.Það hefur Ingibjörg Sólrún séð og viðurkennt.Ég er sammála henni. Björgvin Guðmundsson Birt í DV 19.apríl 2010


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn