Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Stjórnarforusta Sjálfstæðisflokksins:Lítill hagvöxtur á tímabilinu 1991-2002.

þriðjudagur, 16. desember 2003

 

Í stjórnmálum er stöðugt tekist á um árangur í efnahagsmálum. Þeir,sem stjórna, vilja eigna sér góðan árangur í efnahagsmálum,  en kenna náttúruöflum og óhagstæðum ytri skilyrðum um, þegar  árangur er slæmur.Stjórnarandstaðan fer öfugt að: Hún  segir  góð ytri skilyrði skapa góðan árangur en kennir stjórnvöldum um, þegar illa gengur í efnahagsmálum.

 

 

 

Hagvöxtur mikið meiri í tíð Ólafs Jóhannessonar

 

 Það eru einkum tveir þættir,sem  eru mikilvægir,þegar meta skal árangur í efnahagsmálum:  Hagvöxtur og þróun kaupmáttar. Hér  verður athuguð þróun þessara þátta sl. 40 ár og litið á hvern áratug fyrir sig. Á þessu tímabili er meðaltals  hagvöxtur á ári á mann langmestur á tímabilinu 1971-1980 eða rúmlega 5%. Á þessum tíma voru við völd  vinstri  stjórnir undir forustu Ólafs Jóhannessonar ( 1971-1974 og 1978-1979), stjórn Geirs Hallgrímssonar (1974-1978) og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins  undir forustu Benedikts Gröndal (1979-1980).Hagvöxtur er næstmestur á áratugnum á undan,þ.e. 1961-1970. Þetta er viðreisnaráratugurinn,þegar ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins fór með völd. Á þessu tímabili var meðaltals  hagvöxtur á ári rúm 3%. Ef litið er á áratuginn 1991 –2002, þ.e. stjórnartíð  ríkisstjórna undir forustu Davíðs Oddssonar, kemur í ljós,að meðaltals hagvöxtur á ári er aðeins tæp 2% sem er  lítið miðað við hagvöxt viðreisnaráratugsins og  hagvöxt tímabilsins 1971-1980. ( Byggt á tölum Hagstofunnar).

 

arlegur_hagvoxtur.jpg

 

Slakur hagvöxtur miðað við önnur OECD –ríki

 

Ef hagvöxtur á Íslandi er borinn saman við hagvöxt í öðrum OECD-ríkjum á tímabilinu 1990-2000 kemur í ljós,að hagvöxtur hér er slakur í samanburði við önnur OECD – ríki.Hagvöxtur er mestur á Írlandi eða 6,2%,þ.e. rúmlega þrefalt meiri en á Íslandi en síðan koma  ríkin Luxemburg, Spánn, Portugal, Bandaríkin, Noregur, Holland, Danmörk, England, Tyrkland, Grikkland, Finnland, Belgía, Austurríki og Kanada,sem öll eru með meiri hagvöxt en Ísland.Hins vegar er hagvöxtur mestur á Íslandi af öllum OECD-ríkjum á tímabilinu 1970-1980. ( Byggt á tölum OECD).

 

Lítil kaupmáttaraukning sl. áratug

 

Lítum á þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann  sl. 40 ár, þ.e. meðalbreytingu á ári.Kaupmátturinn segir ef til vill mest um breytingu lífskjara almennings. Eftirfarandi kemur í ljós: Kaupmátturinn eykst langmest á tímabilinu 1971-1980 eða um 5,7% þ.e. í stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar,Geirs Hallgrímssonar og Benedikts Gröndal. Næst mest eykst kaupmátturinn á viðreisnaráratugnum 1961-1970 eða um 5,2%.Síðan kemur tímabilið 1981-1990 með 2,2% aukningu kaupmáttar en tímabil ríkisstjórna Davíðs Oddssonar,1991-2002, rekur lestina með  1,8% kaupmáttaraukningu ( Hér er byggt á hagtölum Þjóðhagsstofnunar og fjármálaráðuneytis ).

 

Aukin skattbyrði hefur dregið úr kaupmætti

 

  Hér blasir nokkuð annað við en talsmenn  Sjálfstæðisflokksins hafa sagt í leiðurum Mbl. og. fyrir  síðustu kosningar. Þá var á þeim að heyra,að hagvöxtur hefði verið meiri  í tíð ríkisstjórna Davíðs  Oddssonar en nokkru sinni fyrr og að kaupmáttur hefði aukist meira á  því tímabili  en í annan tíma. En staðreyndir segja allt annað. Hagvöxtur hefur aðeins verið hóflegur síðasta áratuginn eða svipaður og áratuginn á undan en mun minni en 1971-1980 og mun minni  en á viðreisnaráratugnum,1960-1970. Kaupmáttur ráðstöfnunartekna á mann  hefur aukist mun minna sl. áratug  en  3 áratugina á undan.Aukin skattbyrði  alls þorra launamanna vegna skattkerfisbreytinga ríkisstjórnarinnar hefur dregið úr aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna.

 

Björgvin Guðmundsson

Viðskiptafræðingur
( Tölur um hagvöxt og kaupmáttaraukningu eru byggðar á skýrslu Stefáns Ólafssonar,prófessors)

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn