Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Nýi flokkurinn dregur frá VG og frjálslyndum.Mun einnig draga frá íhaldinu

laugardagur, 24. mars 2007

Nýr stjórnmálaflokkur  hefur verið stofnaður,Íslandshreyfingin, undir forustu Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur. Ómar er formaður og Margrét varaformaður. Stofnun þessa flokks hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá  því, að Margrét tapaði varaformannsslagnum í Frjálslynda flokknum en í kjölfar þess  sagði hún sig úr Frjálslynda flokknum. Ómar hefur verið talinn sjálfstæðismaður. Er ljóst, að þessi nýi flokkur ætlar að reyna að sækja fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og Frjálslynda flokknum. Það er tvennt sem nýi flokkurinn leggur áherslu á: Umhverfismál og markaðsbúskap. Sumir kalla nýja flokkinn hægri grænan. Og ef til vill er það réttnefni, þar eð flokkurinn er hægri sinnaður umhverfisflokkur.Talsmenn nýja flokksins leggja áherslu  á, að flokkurinn sé ekki sósialistaflokkur eins og Vinstri grænir. Þeim er mikið í mun að koma því til skila, að flokkurinn  berjist fyrir hægri gildum. Það er því ljóst,að flokkurinn ætlar að sækja fylgi frá hægri.

 

Nýir flokkar eiga erfitt uppdráttar

 

 Spurningin er sú hvernig þessum nýja flokki mun vegna.Reynslan sýnir, að nýir flokkar eiga erfitt uppdráttar. Ég spái því, að þessi nýi  flokkur fái 2-3 þingmenn kjörna. Sennilega mun flokkurinn taka þá frá Sjálfstæðisflokknum og Frjálslynda flokknum. En hugsanlegt er einnig , að nýi flokkurimnn taki eitthvað fylgi frá Vinstri grænum.

Það virðist ekki vera mikill grundvöllur fyrir flokki eins og Íslandshreyfingunni.Aðrir flokkar eru að berjast fyrir sömu málum og nýi flokkurinn. Samfylkingin berst fyrir umhverfisvernd samkvæmt nýrri stefnu, Fagra Ísland. Og allir aðrir flokkar tala meira og meira um umhverfismál. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að tala um umhverfismál. Og allir stjórnmálaflokkar nema  þá helst Vinstri grænir aðhyllast markaðsbúskap.

 

 Björgvin Guðmundsso


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn