Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Sverrir: Braut ekki af mér

mánudagur, 5. janúar 2004

 

 

Bók Sverris Hermannssonar,Skuldaskil,er mjög athyglisverð  og lyftir hulunni af mörgum atriðum. Sverrir ræðir í bókinni ítarlega  um Landsbankamálið og stjórnmálaferil sinn.Hann segist ekkert hafa brotið af sér í Landsbankanum  en  sýnt  vangæslu.

 

 RISNA ÓTAKMÖRKUÐ !

.

  Þegar Sverrir hóf störf í Landsbankanum var honum skýrt frá því hvaða reglur giltu um risnu og ferðakostnað bankastjóranna: Risna var  ótakmörkuð  og ekki þurfti að geta um gesti eða tilefni.Bankastjórar máttu fara 2 ferðir til útlanda á ári  með maka á kostnað bankans þó ekki væri um viðskiptaferðir  að ræða. Laxveiðiferðir bankastjóra á kostnað bankans voru föst venja og hafði svo verið um langt árabil.

 Sverrir segir í bók sinni, að hvorki hann né aðrir bankastjórar,sem unnu með honum, þeir Björgvin Vilmundarson og Halldór Guðbjarnason, hafi brotið  reglur bankans.Björgvin Vilmundarson hafi verið gagnheiðarlegur maður og um það geti  allir starfsmenn bankans vitnað. Ríkisendurskoðandi hafi skrifað upp á reikninga bankans ár eftir ár án þess að gera athugasemdir við risnu,ferðakostnað eða laxveiðiferðir.Bankaráðið hafi engar athugasemdir gert. Sverrir segir,að þegar ríkisendurskoðun hafi haft málefni bankastjóranna  til sérstakrar meðferðar vegna athugunar á laxveiðikostnaði o.fl. hafi ríkisendurskoðun búið til nýjar reglur um risnu,ferðakostnað og laxveiðiferðir og  m.a. sagt,að 1/3 laxveiðiferða tengdist ekki viðskiptum við Landsbankann!

 

EKKI ENDURKRÖFURÉTTUR Á BANKASTJÓRANA

 

 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var fenginn af  bankaráðinu til þess að athuga réttarstöðu bankastjóranna í sambandi við starfslok þeirra. Niðurstaða hans hafi verið þessi: Varðandi  kröfur  bankans á hendur bankastjórunum um endurgreiðslur á kostnaði: Allar líkur standa gegn því,að bankinn geti  endurkrafið bankastjórana um greiðslu kostnaðar vegna( þessara) veiðiferða. Og varðandi risnukostnað: Ekki séu til staðar skilyrði sem mundu duga að lögum til þess að  endurkrefja Sverri Hermannsson um þennan kostnað. Jón Steinar komst að sömu niðurstöðu varðandi Björgvin Vilmundarson.Varðandi tvær ferðir á ári með maka á kostnað bankans taldi Jón Steinar,að líkur standi gegn því,að  bankinn geti átt endurkröfur á  hendur bankastjórunum.Varðandi gagnkvæman 8  mánaða uppsagnarfrest bankastjóranna: Jón Steinar telur,að bankastjórunum hafi borið  réttur til launa í uppsagnarfresti nema ef skilyrði hefði verið til fyrirvaralausrar brottvikningar. En svo hafi ekki verið. Ekki var um að ræða verulegar vanefndir á starfsskyldum þeirra,sem  réttlætt hafi fyrirvaralausan brottrekstur þeirra.Bankastjórarnir hafi því átt rétt á launum í 8 mánaða uppsagnarfresti. ( Hér er  alfarið byggt á frásögn Sverris Hermannsonar í bók hans.)

 

GERÐU EKKERT SAKNÆMT

 

 Af framansögðu virðist ljóst,að bankastjórar Landsbankans  brutu ekki starfsreglur bankans og þeir gerðu ekkert saknæmt.Ekki var því um neina refsiábyrgð bankastjóranna að ræða.Risna og laxveiðikostnaður  var í sama horfi og tíðkast hafði um langt skeið  hjá bankastjórum Landsbankans með vitund bankaráðsins.

Almenningur taldi mikla eyðslu bankastjóranna hins vegar algert siðleysi.En ef bankastjórarnir brutu  engar reglur   hvers vegna voru  þeir þá látnir fara? Því svarar Sverrir Hermannsson á þennan hátt:” Lesendur þessa rits geta haft þá skoðun,sem þeim sýnist á sekt eða sakleysi mínu. Það liggur mér í léttu rúmi héðan af og enginn þarf að gera sér læti mín vegna. En það eru önnur og alvarlegri efni,sem menn ættu að leiða hugann að og það er sú valdstjórn  og vinnubrögð hennar,sem við búum við. Þegar æðstu ráðamenn eru svo trylltir í valdafýsn sinni,að þeir skoða ekki hug sinn um að ræna menn stöðu og æru,ef þeir telja þá ekki nógu auðsveipa sér, er háski á ferðum.”

 

  DAVÍÐ HAFÐI Í HÓTUNUM VIÐ SVERRI

 

Sverrir Hermannssson telur sem sagt valdhafana hafa flæmt sig úr Landsbankanum af því hann hafi ekki verið þeim, nógu auðsveipur. Nefnir hann þar til sögu einkum Finn Ingólfsson,sem þá var viðskiptaráðherra og Davíð Oddsson,forsætisráðherra.Birtir Sverrir bréf frá Davíð  frá árinu 1996,þar sem Davíð hefur í hótunum við Sverri, ef hann  láti ekki að stjórn í vaxtamálunum. Er þetta bréf athyglisvert og sýnir, að stjórnvöld vilja hafa puttana í vaxtamálum enda þótt svo eigi að heita,  að bankarnir ráði vöxtunum.Sverrir Hermannsson gat verið stórorður á stundum og t.d. kallaði hann Finn Ingólfsson ráðherra ónöfnum opinberlega. Mun Finnur hafa kunnað Sverri  litlar þakkir fyrir.Trúlegt er,að  ásakanir um mikinn risnukostnað og laxveiðikostnað hafi verið skálkaskjól eitt,þegar bankastjórunum var ítt út  úr Landsbankanum. Hin raunverulega ástæða mun vera sú,að  valdhafarnir vildu losna við bankastjórana  úr bankanum, þar eð þeir voru þeim ekki nógu auðsveipir.Ef raunverulegur áhugi hefði verið á því að draga úr risnukostnaði,ferðakostnaði og kostnaði við laxveiðar hefði bankaráðið getað sett strangar reglur um þessa þætti og skorið þá  niður.Þetta hafði bankaráðið í hendi sér. En þetta gerði bankaráðið ekki og þannig má segja,að það hafi brugðist sínu hlutverki. Þessir þættir heyrðu fyrst og fremst undir bankaráðið.Sverrir segir,að bankaráðsmenn hafi sjálfir veitt mikið í laxveiðiám á kostnað bankans.Þeim hafi því verið vel kunnugt um laxveiðarnar.

Síðar verður fjallað um stjórnmálaferil Sverris Hermannssonar.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn