Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin

þriðjudagur, 21. ágúst 2018

Deila heilbrigðisráðherra við bæjarstjórn Akureyrar um greiðslu halla af hjúkrunarheimilum á Akureyri blossaði upp fyrir skömmu.Slík deila við hvaða annað sveitarfélag sem er hefði getað verið í sviðsljósinu.Hjúkrunarheimilin eru alls staðar rekin með halla ; þó eru þau undirmönnuð og tilfinnanlega vantar fagmenntað fólk á flest þeirra, einkum hjúkrunarfræðinga.Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, hafa glímt við þetta vandamál lengi og hafa átt í viðræðum við sjúkratryggingar um máliið mest allt þetta ár.SFV segir hallann á hjúkrunarheimilinum vera 30-40%.Daggjöldin eru sem því nemur of lág.Með hliðsjón af þessu er afgreiðsla heilbrigðisráðherra á erindi bæjarstjórnar Akureyrar með ólíkindum. Hún er harkalegri en afgreiðsla heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins á slíkum málum.Núverandi heilbrigðisráðherra,Svandís Svavarsdfóttir, situr í ríkisstjórninni fyrir hönd VG,“róttæks sósialistaflokks“ og hefur sagt að hún beri umhyggju fyrir heilbrigðismálum og ekki síst hjúkrunarheimilum. En hún synjaði samt með einu pennastriki erindi bæjarstjórnar Akureyrar um að fá greiddan uppsafnaðan halla af rekstri hjúkrunarheimila á Akureyri. Heilbrigðisyfirvöld ( landlæknir) hafa um langt skeið gert athugasemdir við það, að ekki væru nægilega margir hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilunum.Ráðning þeirra er mikilkvægt fjárhagsmál fyrir hjúkrunarheimilin.Hjúkrunarfræðingar eru dýrari en sjúkraliðar og ófaglært aðstoðarfólk,auk þess sem erfitt er að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu stjórnvalda til kröfu þeirra um laun i samræmi við menntun. Þegar ástandið er eins og hér hefur verið lýst skýtur það skökku við, að heilbrigðisráðherra skuli hreyta því í bæjarstjórn Akureyrar,að ríkið eigi ekki að greiða halla hjúkrunarheimila á Akureyri, þar eð bæjarstjórn Akureyrar hafi ákveðið að greiða hallann! Þessi afgreiðsla ráðherra þýðir aðeins eitt, að Akureyrarbær hafi fremur átt að láta hjúkrunarheimilin stöðvast en að leggja út fyrir hallanum.Þetta kalla ég _hundalogik“.Þessi afgreiðsla ráðherra lýsir ekki mikilli umhyggju fyrir veikum eldri borgurum,sem þurfa að vera á hjúkrunarheimilum.Og það er ekki unnt í öðru orðinu að gera kröfu til ráðningar á fleiri sérmenntuðum starfsmönnum en í hinu orðinu neita að greiða aukinn kostnað. Lögum samkvæmt eiga sjúkratryggingar og eldri borgarar,sem vistast á hjúkrunarheimilum að greiða kostnað hjúkrunarheimila. Bæjarfélögin eða sveitarfélögin eiga ekki að greiða kostnaðinn.Um leið og eldri borgari vistast á hjúkrunarheimili eru greiðslur á lífeyri hans frá TR felldar niður og látnar renna til hjúkrunarheimilisins.Aðeins örlítil upphæð, svokallaðir vasapeningar (50-60 þúsund á mánuði) renna áfram til eldri borgarans.Þessir vasapeningar eru þó tekjutengdir, þannig, að þeir eru felldir niður, ef eldri borgarinn hefur örlitlar fjármagnstekjur.Það tíðkast hvergi á hinum Norðurlöndunum , að allur lífeyririnn sé á þennan hátt rifinn af eldri borgurum og það án þess að tala við þá.Á hinum Norðurlöndunum fá eldri borgarar áfram sinn lífeyri og greiða síðan sjálfir kostnað hjúkrunarheimilis; þannig halda þeir reisn sinni. Ég tel,að þannig eigi þetta að vera hér einnig. Hjúkrunarheimili eru mikilvægar stofnanir.En það verður að tryggja,að rekstur þeirra sé í lagi.Þær verða að hafa nauðsynlegt fjármagn til þess að unnt sé að tryggja eldri borgurum, sem þar vistast, næga læknisþjónustu og nægan fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.Talsverður misbrestur hefur verið á því. Landlæknisembættið hefur hvað eftir annað þurft að áminna hjúkrunarheimili um að hafa nægilega marga hjúkrunarfræðinga í sinni þjónustu.Læknisþjónusta hefur einnig í vissum tilvikum verið á mörkum þess að vera næg.Það er alvarlegt mál,ef ekki eru starfandii nægilega margir faglærðir starfsmenn á hverju hjúkrunarheimili.Stjórnvöld,heilbrigðisráðuneyti,sjúkratryggingar hafa haldið hjúkrunarheimilunum í fjárhagslegu svelti.Þau hafa af þeim sökum verið undirmönnuð.Þegar það liggur fyrir er það furðulegt,að heilbrigðisráðherra skuli hreyta ónotum í bæjarstjórn Akureyrar fyrir að hafa haldið hjúkrunarheimilum bæjarins gangandi þrátt fyrir mikinn hallarekstur þeirra.Eðlilegra hefði verið að ráðherrann hefði sent bæjarstjórn Akureyrar þakkir fyrir að halda heimilunum gangandi. Mikill skortur er nú á hjúkrunarheimilum.Biðlisti eftir rými er langur,alltof langur.Þetta vandamál hefur lengi verið til staðar. Þegar við Albert Guðmundsson sátum saman í borgarstjórn Reykjavíkur varpaði hann fram þeirri tillögu,að stofnaður yrði framkvæmdasjóður til þess að kosta byggingu nýrra hjúkrunarheimili. Hugmyndin hlaut góðar undirtektir.Hún náði fram að ganga.Albert lagði til,að lagður yrði skattur á hvern gjaldanda til þess að kosta þennan sjóð.Sjóðurinn byggðist upp og varð öflugur og hefur kostað byggingu margra hjúkrunarheimila. En stjórnmálamenn á alþingi gátu ekki látið sjóðinn í friði.Þeir fóru að seilast í hann til annarra þarfa. .Ríkið verður að endurgreiða það fjármagn sem tekið var þannig til annarra nota. Björgvin Guðmundsson mbl. 21.ágúst 2018


N�justu pistlarnir � gudmundsson.blog.is:
Afnema á skerðingu lífeyris hjá TR vegna lífeyrissjóða, 23.3.2019
26 milljarðar hafðir af öryrkjum vegna krónu móti krónu skerðingar!, 25.2.2019
Forstjóralaun alveg upp í 7 millj á mánuði!, 19.2.2019
VG setti engin skilyrði! Lét hégómann nægja!, 9.2.2019
Lífeyrir aldraðra ekki bætur heldur eftirlaun, 6.2.2019
Svikust um að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, 5.2.2019
Svikið í 25 mánuði af afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja!Er ekki komið nóg?, 1.2.2019
Ræður þingið eða flokksforingjar?, 30.1.2019
Ódýrt að hækka lægsta lífeyrinn!, 26.1.2019
Ekki alltaf unnt að tryggja öryggi sjúklinga á Landspítala, 25.1.2019


N�justu pistlarnir � gudmundsson.net:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn